Ungbarnalykt
9.4.2007 | 23:16
Er til betri lykt en ungbarnalykt? Ég vil nú meina að hún sé ekki til, ég elska lyktina af litla sætakoppnum mínum meir en allt Við vorum sum sé barnapíur, ég og afi gamli síðustu nótt og sváfum þar af leiðandi með annað augað opið og fallegasta barn veraldar á milli okkar
Það er annars svo stórkostlegt að fá að taka þátt í lífi þessa litla einstaklings, ég fyllist einhvernvegin svo mikilli auðmýkt og þakklæti fyrir þessa dýrmætu gjöf. Ég mun gara allt sem í mínu valdi stendur til að vernda hann fyrir því illa og ljóta í heiminum.
Allir fæðast saklausir í þennan heim..... því er það dapurleg staðreynd að menn halda ótrauðir áfram að drepa hvorn annan í nafni Guðs. Margir eru þeir sem telja sig vera ákaflega trúaða, en það sorglega við þá er að þeir eru alltaf að rugla sér saman við Guð.
Sumir hafa jafnvel atvinnu af því að segja okkur hinum hvað stendur í Biblíunni! Að samkynhneigð sé synd og svo framvegis, hvernig í ósköpunum vita þeir það og hvað vita þeir hvað er satt sem stendur í Biblíunni, er það ekki annars merkilegt að hægt sé að halda úti sjónvarpsþætti með einhverjum sjálfsskipuðum trúboðum? Mér er að minnsta kosti ofviða að skilja tilganginn með þessari sjónvarpsstöð, það er hreint ekkert svo slæmt að þeir geti ekki lagað það með kraftaverki
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.