Færsluflokkur: Bloggar
Vantar kærleikann?
23.3.2008 | 12:53
Æji! Það er eitthvað svo sorglegt hvernig allt verður vitlaust á svona frídögum. Allir ætla að sletta ærlega úr klaufunum, loksins komnir í nokkura daga frí. Engin hefur að markmiði að gista fangageymslu eða skandalísera sökum ölvunar heilu og hálfu næturnar.Lífið er ekki áreynslulaust nokkrum manni, áreytið og spennan sem gargar á okkur úr öllum áttum verður mörgum einfaldlega ofviða. Hvernig getum við vonast eftir hugarró þegar við erum stöðugt að eltast við eitthvað og keppa að einhverju.
Allt of margir eyða tíma og orku í að ásaka alla aðra um það sem miður fer, í stað þess að átta sig á að þeir geti lagt sitt af mörkum. Við ættum að byrja innra með okkur sjálfum, komum okkur sjálfum í lag, hreinsum út vondar tilfinningar og gamlar syndir, áður en við vitum af erum við farin að geisla frá okkur friði og kærleika í stað hroka og neikvæðni.
Ekkert er ómögulegt: Breytingin byrjar hjá einstaklingnum, fer þaðan inn í samfélagið, borgina, þjóðina og heiminn.
![]() |
Fangageymslur fullar í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Páskagaman
23.3.2008 | 12:24
Gleðidda páska Já þetta sagði frumburðurinn minn á öllum stórhátíðum á sínum yngri árum, hvort það voru jól, páskar eða bara ef einhver átti afmæli, hann var ekkert að flækja málin neitt extra mikið á þessum árum, hann lagði sko ríka áheyrslu á dddd ið. En hvað um það, ég ráfa hér um íbúðina eins og sauður í leit að sameiginlegu páskeggi okkar mæðgna, en mín elskulega dóttir vildi endilega deila sínu eggi með mér, sem kom sér nú svona og svona þar sem ég ætlaði ekki að borða neitt páskegg, auðvitað afþakkar mann nú ekki svona fallegt boð frá sinni uppáhalds dóttur, maður kann sig nú, ég verð víst að láta mig hafa það að háma í mig súkkulaði "eins og mér finnst það nú vont " en já maður verður stundum að hugsa um fleiri en sjálfan sig, ekki vil ég særa litluna mína. Glætan! Að hún yrði sár, hún fengi bara meira og það gæti ég sko ekki horft upp á.
Snorri afþakkaði páskaegg á síðustu stundu mér til mikillar hrellingar, ég hef nebbla sko alltaf fengið allt súkkulaðið hans því hann er lítið fyrir sollis, og ég búin að auglýsa það um allar jarðir að ég ætli sko ekki að kaupa mér páskaegg út af því hvað ég er stabíl á þessu sviði
Hláturinn lengir ekki bara lífið, hann gerir það líka svo svakalega skemmtilegt, við Snorri grétum í bókstaflegri merkingu langt fram eftir nóttu glápandi á Næturvaktina, vorum svo sem búin að sjá hana í tívíinu en hlógum enn meira í þetta sinn og hættum ekki fyrr en allt var búið.
Svona fyrir þá sem ekki vita: Þá var Sundhöllin í Reykjavík vígð á akkúrat þessum degi, 23. mars árið 1937.
Svo var það einnig 23. mars sem söngsveitin Fílharmónía var stofnuð, árið 1960.
Og þá hafið þið það! Ég ætla hins vegar að fara að sansa fyrir fjölskylduhittinginn, sem verður seinna í dag, svo reyni ég að kíkja eftir páskegginu svona í framhjáhlaupi, má reyndar ekki byrja fyrr en heimasætan rís úr rekkju, guð má vita hvenær það verður
Já við erum svo yfirgengilega barnaleg á þessu heimili, felum páskegg og fleira skemmtó, þó hér búi enginn undir 15 ára aldri. Ekki má mann gefa ömmusnúllanum páskegg, ekki enn, en koma tímar koma ráð.
GLEÐIDDDDA PÁSKA
Og munið að vera góð við kvort annað, og alls ekki stela súkkulaði frá kvort öðru, ja nema þið séuð svona útsmogin eins og ég ég get nebbilega alltaf kennt Polla mínum um, hann stendur með sinni og myndi aldrei reyna að þræta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Páskafjör
22.3.2008 | 22:54
Jæja þá er loks búið að baða bæði menn og málleysingja á þessu heimili eins og við höfum fyrir venju fyrir páskana, svo endurtökum við kanski leikinn aftur með vorinu, svona ef vel liggur á okkur. Það er svooo góð lykt af honum Polla mínum og hann er alveg geggjað mjúkur, sætur og krúttaralegur, mesta sjarmatröll í heimi. Við Snorri ætlum að fara að horfa á næturvaktina, fengum hana í láni hjá mömmsunni minni og náttla pabbanum mínum líka, það er örugglega temmilega langt síðan við sáum hana í sjónvarpinu, eigum við að ræða það eitthvað! Eins gott að gleyma ekki þessum skemmtilegu frösum.
Jæja þá, góða nótt og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mig langar líka!
22.3.2008 | 18:07

![]() |
Rokkhátíð hafin á Ísafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og hvað?
22.3.2008 | 15:05
![]() |
Bara fyrir konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðing
22.3.2008 | 14:08
Jæja þá er mann að skríða saman eftir ælupest, er samt enn með svima og lystarleysi. Ég er nú samt búin að afreka að mæta í fermingarveislu, drulluslöpp og ræfilsleg, fékk svona flass back leið eins og ég væri þunn, frekar krípí upplifun. En svo fór ég náttla á stóra fundinn í gær, sem var bara snilld eins og alltaf, eða 4 síðustu ár sem ég hef verið svo lánsöm að vera sólarmegin í lífinu
Svo er það stórfjölskyldan í mat á morgun, sem er mest gaman, enda örugglega skemmtilegasta og flottasta stórfjölskylda sem sögur fara af.
Mér finnst málshættir alveg yfirgengilega skemmtilegir, margir hverjir alla vega, ætla samt ekki að kaupa mér páskegg vegna þess að ég er að reyna að borða eins lítið súkkulaði og ég mögulega get, kaupi mér kanski eitt pínuoggulítið, og þá bara vegna málsháttarins Talandi um málshætti læt ég einn fylgja hér með, sem er ótrúlega sannur og einn sá flottasti sem ég hef lengi séð.
Reiði er eins og rýtingur, sem þú rekur í eigið hold. Tær snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða stjórnsemi er í gangi?
19.3.2008 | 19:21
![]() |
Bannað að borða á nærbuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smá pæling
18.3.2008 | 23:44
Ég var svona að pæla. Ætlaði reyndar að vera sofnuð, en það er bara svo gaman hjá mér að ég nennti ekkert að vera sofnuð.
Það sem ég var að pæla var miðaldurinn.
Er það ekki dæmigert um að maður sé orðinn miðaldra, þegar maður kaupir sér gagnsæjan náttkjól, en man svo allt í einu eftir að maður þekkir bara engan sem ennþá getur séð í gegnum hann
Eða þá, að þegar að mann langar að hreyfa sig, leggst maður niður þar til löngunin hverfur
Nú eða þegar kvöldverður við kertaljós er ekki lengur rómantískur, vegna þess að maður getur ekki lesið það sem stendur á matseðlinum
Eða þegar maður hamast við að slétta hrukkurnar í sokkunum, og uppgötvar að maður er alls ekki í neinum sokkum
Svo er okkur sagt að það sé eðlilegt að verða gleyminn er við eldumst, það sem okkur er hins vegar ekki sagt er að við söknum þess ekki verulega
Við þurfum ekki að forðast freistingar þegar við eldumst, þær forðast okkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins gott...
18.3.2008 | 22:51

![]() |
Kassi af kampavíni á 50 þúsund evrur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arabavitleysingar
18.3.2008 | 20:27
Það er naumast að þessum Aröbum liggur á í hjónasængina, 11 ára tittur, allsendis óvíst að komið sé sé niður á guttanum. Held svei mér þá að ungarnir mínir séu bara á góðri leið með að pipra, drengurinn að verða 15 og stelpan að verða 17.
Annars er svo sem ekki fallegt af mér að gera grín að þessu, blessuð börnin eiga svo sannarlega alla mína samúð, þau hafa örugglega ekki atkvæðisrétt í málinu, mér finnst alveg hrikalega sorglegt hvernig þessir arabar fara með börnin sín, að láta þau ganga í hjónaband á þessum aldri segir allt sem segja þarf um foreldrana.
![]() |
11 ára strákur kvæntist 10 ára frænku sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)