Færsluflokkur: Bloggar
Nóg að gera.
16.5.2008 | 09:22
Ég hef ekki haft nokkurn tíma til að blogga undanfarið, litli snúllinn á myndinni skaffar nebbla ömmu sinni næg verkefni. Hann ætlar að vera hjá mér í nokkra daga í viðbót.
Pabbi hans bjallaði í gær frá Lundúnum og höfðu þau það ákaflega gott skötuhjúin, þau sáu sko Paris Hilton, en hún var að árita ilmvatnið sitt nýja og hvað haldið þið, þau höfðu barasta engan áhuga á að fá áritun frá gellunni, ég er svo sem ekkert hissa hún er nú einu sinni bara eins og hún er. Auður sys kemur frá Möltu á morgun, það verður geðveikt að fá hana heim á klakann, Steinar ætlar að skutlast eftir skvísunni upp á völl, ekki til Möltu sko.
En ókey bæ bæ.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta snýst um skynsemi ekkert annað.
15.5.2008 | 10:45
Alveg finnst mér ótrúlegt hvernig fólk hagar sér vegna frétta af væntanlegu flóttafólki hingað til landsins. Sérstaklega er fólk stóryrt og svo sannarlega ekki skoðunarlaust á þessum málum frekar en fyrri daginn. Hér á moggablogginu reyta margir hár sitt kolvitlausir yfir afstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, af því að hann vill sýna skinsemi þá er hann rassisti og eitthvað þaðan af verra.
Öll viljum við hjálpa þeim sem minna mega sín, um það þarf ekkert að deila. Við þurfum líka að hafa aðstöðu til þess, við þurfum að hafa laust húsnæði og við þurfum að hafa atvinnu. Ef við ætlum að taka á móti flóttafólki hljótum við að verða að hafa eitthvað upp á að bjóða, að minnsta kosti þessar grunnþarfir, húsnæði og atvinnu, við höfum hvorugt hérna á Akranesi.
Á meðan að bæjarstjóri fullyrðir að hér sé nóg af húsnæði eru hreint ekki fáir sem eru að bíða eftir félagslegu húsnæði, hér hefur verið mikið atvinnuleysi meðal kvennfólks.
" Ég tel að Skagamenn séu ekki það eigingjarnir að þeir geti ekki hleypt hingað tíu einstæðum mæðrum með tuttugu börn án þess að allt verði vitlaust, segir Karen Emelía Jónsdóttir" Ég gef nú ekki mikið fyrir svona málflutning, enda tel ég það ekki mjög ábyrgt að tilheyra Frjálslyndum á mánudögum, Sjállfstæðisflokknum á þriðjudögum og svo kannski einhverjum allt öðrum á miðvikudögum, allt eftir því hvernig landið liggur í það og það skiptið.
Ég næ því bara alls ekki af hverju ekki er hægt að sinna því fólki sem enn býr í þessum bæ, ég hef rætt við margt fólk sem hefur beðið um félagslega íbúð hér í bæ og fengið þau svör að biðlistinn sé mjög langur, kannski að Sjálfstæðismennirnir vilji að því fólki sem fyrir er í þessum íbúðum verði sagt upp svo einstæðu mæðurnar frá Írak fái þak yfir höfuðið.
Hér er líka mikið af konum sem þurfa að sækja vinnu til Reykjavíkur, hér vita allir sem vilja vita að ekki er mikil atvinna í boði konur hérna á Skaganum. Fólk ætti að líta pínu í eigin barm áður en það fer að hella sér yfir Magnús Þór, hann er sá eini sem þorir að segja sína skoðun umbúðalaust í þessum leiðinda útlendinga málum, allir vælandi eymingja þessi og eymingja hinn, ætli þetta sama fólk sé tilbúið að deila sinni vinnu og sínu húsnæði með eymingja fólkinu, þið eru kannski aflögufær um eins og tvö svefnherbergi, svo deilið þið náttla eldhúsi og klóinu með fólkinu sem þið endilega viljið fá til ykkar, og minnkið við ykkur vinnu svo þau hafi nú alla vega hálft starf á móti ykkur, þið sem hæst hafið, sýnið í verki hvað þið eruð kærleiksrík og bjóðið þessu fólki til ykkar, ég skora á ykkur.
Þetta snýst ekkert um að vera rasisti eða ekki rassisti, þetta snýst um að hafa eitthvað upp á að bjóða og þetta snýst um almenna skynsemi punktur.
Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver hefur sinn djöful að draga.
15.5.2008 | 09:17
ég hef mín 5-8 aukakíló sem ég er mikið
að reyna að losna við, gengur bara ekki neitt,
en þessi gaur! Já hann á sko mína samúð og vel rúmlega það.
Stefnir á nýtt met í þyngdarmissi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert öðruvísi en áður og fyrr.
13.5.2008 | 13:04
Fjöldaflutningar á ölvuðum unglingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enn meiri hörmungar.
13.5.2008 | 00:08
Náttúruhamfarirnar í Búrma eru átakanlega sorglegar og þar vantar lyf, mat og hverskyns hjálpargögn, svo bætast þessar skelfilegu hamfarir við, ég er alveg miður mín yfir þessum hræðilegu atburðum sem virðast engan enda ætla að taka.
Ég vona að hægt verði að bjarga vesalings fólkinu sem er slasað eftir jarðskjálftann, einnig vona ég að herforingjastjórnin í Búrma hleypi hjálparstarfsmönnum inn í landið svo hægt verði að hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda.
10 þúsund látnir í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hörmungarfréttir dag eftir dag.
12.5.2008 | 23:47
Mér finnst eins og að hörmungafréttum rigni yfir heimsbyggðina þessa dagana, það er eitthvað verulega bogið við þennan líkfund, einkennilegt að ættingjar konunnar hafi ekki kannast neitt við að börn hafi horfið innan fjölskyldunnar, það er að segja ef þau hafa eitthvað verið tengd gömlu konunni sem bjó í húsinu.
Kannski að þau hafi legið þarna lengur heldur en konan bjó í húsinu, vona bara að það sé hægt að finna út hvað var þeirra banamein og leysa þessa óhugnanlegu gátu.
Barnslík fundust í kassa á Englandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úff!
12.5.2008 | 23:29
Ég verð alveg friðlaus á meðan þau dvelja í stórborginni, það er sko deginum ljósara. Sjálf var ég þarna fyrir ekki svo mjög löngu síðan, annars er sjálfsagt sama hvar í veröldinni maður er, alls staðar leynast hættur.
Líka í Reykjavíkinni og jafnvel á Fagurhólsmýri ef því er að skipta, allt er þetta spurning um að vera rangur maður á röngum stað eða þá réttur maður á réttum stað....bla..bla..bla..
Myrtur á Oxfordstræti um miðjan dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lílill og sætur.
12.5.2008 | 09:29
Ein sæt mynd af ömmumús sem kemur í pössun til ömmu sín á morgun, hann ætlar að vera í átta daga og átta nætur hjá okkur litla krúttið, á meðan mamman og pabbinn spóka sig í heimsborginni Londan. Ég er alltaf að gera heimilið mitt meira og meira barnhelt og held það sé bara orðið nokkuð gott. Það verður sko kósý að vakna með þennan hnoðra upp í hjá sér á morgnana.
Annars hélt ég að það væri annar í mæðradegi, nú nenni ég ekki á lappir ég nenni ekki einu sinni fram að ná mér í kaffi, löt ég? Nei nei bara sonna værukær í morgunsárið. Annars á ég von á vinkonu á eftir, svo ætlum við stellurnar að skella okkur til Reykjavíkur í kveld á fund. Bara gaman hjá okkur, nema hvað? Svo ætla ég að setja neglur á tengdadótturina á morgun fyrir útlandaferðina, tvær vinkonur fá svo neglur á hendur og tásur bráðum fyrir Spánarferð, uhu allir að fara til útlanda nema ég. Sem er reyndar allt í lagi, ég fékk eiginlega nóg af Spáni eftir mánaðardvöl þar síðasta sumar, enda öll útbitin og með kláða dauðans eftir moskítókvekindin sem vöktu upp hjá mér exem sem var í dvala, ekki vil ég fá það aftur, doksinn sem sprautaði mig með sterum í hvert einasta sár, ekki einu sinni heldur tvisvar tjáði mér að ég gæti ekkert gert til að koma í veg fyrir að kvikindin réðust á mig aftur og kæmu þessum hrylling af stað, þannig að ég er bara sátt með að vera á Íslandi í sumar. Systan mín er enn á Möltu og þar hefur rignt og rokað, ég er nú farin að sakna skvísunnar og hún mín, en það styttist í hana, hún kemur á næsta laugardag, þessi elska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ökuníðingar.
12.5.2008 | 08:54
þvílíkur hraði! Hugsa þessir ökuníðingar ekki heila hugsun, setjast bara upp í bíla sína og æða áfram í einhverju óráði.
Ekki minna hættulegir en hlaðin skammbyssa í höndum óvita, bílinn er orðinn að einu mesta drápstæki nútímans, ég veit svei mér ekki hvernig árángus ríkast er að refsa þessum vitleysingum, ég álít að þeir hljóti að vera svona yfirgengilega sjálfselskir og náttla ótrúlega heimskir í ofanálag, skilja sjálfsagt ekki af hverju þeir mega ekki nota göturnar fyrir kappakstursbrautir, væri ekki best að dúddarnir slepptu því alfarið að aka bílum í framtíðinni, ég held að það sé bara alveg málið.
Tveir teknir á yfir 180 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bara flottur.
12.5.2008 | 00:36
Hann er lang flottastur.......
Skeggið skemmir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)