Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Þvílík hneisa.

Aumingjans stelpugreyið, hrikalegt að vera aðeins 16 ára og vera 7 barna móðir. Hún má pottþétt ekki nota verjur, þetta ofsatrúarlið er ekki alveg með öllum mjalla, að ætlast til að unglingar passi upp á þessi mál þegar fullorðnir eiga fullt í fangi með það. Ég þoli ekki svona klikkhausa, að leggja svona lagað á 16 ára stelpu er ekkert annað en mannvonska, og hverjir ætli feðurnir séu, kanski einhverjir giftir karlfuskar, ekki víst að stelpan hafi haft eitthvað val um það hvað hún vildi, eða hvort hún vildi yfir höfuð sofa hjá eður ey, hvað þá hvort hún vildi eignast börnin, það er alveg með ólíkindum hvað fólki dettur í hug að réttlæta, í nafni trúarinnar, hvað annað?
mbl.is Unglingsstúlka eignast aftur þríbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farandverkamenn

Nú eru það útlendingar sem eru farandverkamenn á okkar litla Íslandi, fyrir nokkuð mörgum árum var ég farandverkamaður og Bubbi líka, en ég stórefast um að Geir hafi verið í þeim bransanum, að minnsta kosti var hann ekki á þeim stöðum sem ég var á. Bræður og systur I love you all.
mbl.is Sungið gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt!

Já einmitt! Bætur til aldraðra og öryrkja hækka um 3-4% meðan lægstu laun hækka um 15%, hvar er réttlætið eiginlega. æji jú auðvitað þær hækkuðu nebbla svo mikið um áramótin um heilar 3000-4000 krónur. Jóhanna er ekki hótinu skárri en hinir silkisokkarnir, það er nú komið í ljós. Loksins þegar hennar tími er kominn, hvað gerir hún þá? Nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut sem vert er að leggja á minnið, þetta er allt sama tóbakið þetta ráðherralið, um leið og stjórnmálamaður er kominn í stólinn gerir hann ekkert af viti og hana nú.
mbl.is Bætur hækka um 3 til 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tla sko ekki að missa af þeim.

Ég ætla sko ekki að missa af dagvaktinni, næturvaktin var frábær, Georg Bjarnfreðarson er náttla bara óþolandi gaur, sonna ýktur uppvöðsluseggur sem fynnast á flestum stórum vinnustöðum og líka litlum, það minnir mig á að þegar ég var 16 ára var ég að vinna sem gangastúlka á taugadeild Landspítalans, og þar var kerling sem mér fannst eldgömul á þeim tíma, sem er kanski ekki alveg að marka, sökum þess að á þessum aldri finnst manni allir sem komnir eru yfir 25 ára vera hundgamlir, en hún var reyndar komin vel yfir miðjan aldur þessi kona.

Ég var ekki fyrr mætt í vinnuna að hún var komin til að setja út á mín störf, hún fylgdist með hverju fótmáli hjá mér, hún meira að segja treysti mér ekki til að hella hlandinu úr bekkenonum skammlaust, og elti mig allt sem ég fór, ég efast um að blessuð manneskjan hafi skilað sínu dagsverki þar sem allur hennar tími fór í að fylgjast með mínum verkum, sem ég skilaði samt sem áður bara vel, að minnsta kosti var annað starfsfólk og sjúklingarnir ánægt með mig.

Sumir verða alltaf að vera að skipta sér af og setja út á, ég man að fyrir rest var ég farin að svara konukindinni fullum hálsi, enda alveg komin með upp í kok af afskiptaseminni, hún hét alveg stórfurðulegu nafni rétt eins og hann Georg Bjarnfreðarson, reyndar er það móðurnafnið hans sem er furðulegt, þeir Daníel og hinn, man ekki hans nafn í augnablikinu, eru æðislegir líka, eitthvað svo krúttlegir.


mbl.is Starfsfólk Hótels Bjarkalundar bíður spennt eftir Dagvaktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hissa

Ekki er ég hissa eins og aðbúnaður þeirra er hér á landi, ég hef svo sem ekki hugmynd um hverju þeir eru vanir heima hjá sér, tæplega mjög góðu. Mér finnst reyndar alveg komið nóg af af útlendingum á okkar litla landi, og mér er nokk sama þó fólk kalli mig rasista, það er bara beinlínis hallærislegt að koma inn á kaffihús á Íslandi þar sem enginn starfsmaður kann Íslensku, ég hef oftar en einu sinni lent í pínlegum uppákomum á veitingastöðum hér á landi þar sem starfsfólk hefur einungis talað sitt móðurmál, ekki einu sini getað bjargað sér á ensku.
mbl.is Pólverjar snúa í auknum mæli aftur heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krípí

Ekkert smá krípí Crying þetta getur nú varla verið tilviljun, þrír hægri fætur, allir í íþróttaskóm númer 42 Wink nú er ekki um annað að ræða en finna þrjá vinstri fætur í íþróttaskóm númer 42.
mbl.is Þriðja fótinn rekur á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu

Að sjálfsögðu vilja Færeiyingarnir losna við hann, það kostar sitt að halda honum uppi, og örugglega réttast að reka hann til síns heimalands, við Íslendingar ættum að hafa vit á að gera slíkt hið sama, reka alla útlenska afbrotamenn beina leið heim til sín, og reyna að laga fangelsis málin hér á landi, þannig að menn komi út sem betri einstaklingar, það er til skammar hvernig aðbúnaður er í fangelsum hér á landi, það á að sjálfsögðu að reyna að gera þá sem hafa ekki ratað réttu leiðina í lífinu að betri mönnum, ekki bara dæma og dæma, ég er sannfærð um að margir fangar eru ekkert verri en ég og þú, þeir þurfa hjálp fyrst og fremst og eitthvað uppbyggilegt til að stefna að, en ekki endalausar pillur til að halda þeim rólegum og dofnum, fangelsi eiga ekki að vera geimslur, þau eiga að vera betrunarheimili.
mbl.is Vilja vísa Íslendingi úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlfuskurinn

Vááá! Hvenær ætlar þessi karl eiginlega að drepast? Segi nú bara sona, hann er búin að vera svo endalaust lengi við völd karlfuskurinn. En ókey hann er alla vega loksins búin að leggja upp laupana, hans verður tæplega sárt saknað.
mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arrggarrg

Arrrg Sick Nú er ég sko pírí pú, ég var búin að skrifa langa færslu og púff, hún bara hvarf, ég er nebbla í tölvunni hans Snorra og hún leyfir ekki eitthvað kjaftæði, sem ég var að gera, annars er nú ekki margt í gangi þessa dagana, tæpar 2 vikur í flutningana, ég ætla að skreppa í borgina á eftir, Svandís ætlar að fara að leita sér að árshátíðarkjól, og það getur nú tekið sinn tíma, henni leiðist ekki að máta föt þessari elsku, svo er það skólinn í kvöld, bara gott mál. En ókey bæ, bæ, nenni ekki meir.

Dónó.

Vááá! Hún er so dónó! Hvað er að þessum bretum eiginlega, nú fatta ég af hverju útlendingar fara kappklæddir í sturtu á sundstöðunum, þeir vilja náttla ekki særa blygðunarkend annara og alls ekki láta særa sína heldur. Gaman væri að vita hvernig þeir hegða sér í svefnherberginu.
mbl.is Mynd af nakinni Venus bönnuð í lestum London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband