Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
MA og PA.
6.6.2007 | 00:01
Í morgun hringdi mín elskulega mamma og sagði mér að pabbi væri veikur og þyrfti að koma á heilsugæsluna. Ég brunaði auðvitað beint til þeirra og pabbi minn var sko greinilega orðin eitthvað veikur, mér leist bara ekkert á blikuna og vildi hringja á sjúkrabíl, en nei nei það vildi nú hann pabbi kallinn ekki heyra á minnst þó hann ætti erfitt með að standa, hann er ekki mikið fyrir að kvarta hann elsku pabbi minn. En hann var lagður inn til rannsókna og vona ég að hann þurfi ekki að liggja lengi inni, honum finnst hundleiðinlegt að vera á spítala. En það er hins vegar frábært hvað skjótt er brugðist við og allt staffið svo elskulegt hér á sjúkró. Þetta hefur verið erfiður dagur, ég lenti í ömurlegu atviki í kvöld sem ég er ekki búin að vinna úr ég vona að ég verði búin að hreinsa það úr kollinum mínum á morgun, eftir góðan nætursvefn. Góða nótt og sofið rótt Dúlls.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Börnin orðin stór
5.6.2007 | 01:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dúllerí Dúll
3.6.2007 | 01:24
Var að detta inn úr dyrunum rétt í þessu, er sem sé búin að vera að næra sálina í allan dag og í gærkvöldi líka. Aldeylis búin að vera frábær helgi hjá mér, við fórum saman nokkrir góðir vinir í Reykjavíkina og áttum þar yndislegar og ógleymanlegar stundir ásamt einstaklega hjartahlyjum manneskjum. Mig skortir orð til að lýsa náungakærleiknum sem sveif einhvernvegin í loftinu Það eru svo sannarlega forréttindi að fá að njóta handleiðslu fólks sem ber jafn mikla umhyggju fyrir öðrum í fullkomnum einfaldleika................ Bara Sætt Ég ætla að svífa inn í draumalandið, orðin soldið sybbin Endurnærð á sálinni, en boddýið vill fá sína næringu sem akkúrat núna mun vera góður nætursvefn.... Góða nótt Dúllur Sofið rótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bannað að reykja.
1.6.2007 | 01:04
Ja hérna! Þá er maður búin að pota niður sumarblómunum í blíðunni, aldeilis frábært. Svo er nóg að gera í naglaásetningum þessa dagana, gaf mér samt tíma til að setjast inn á Skrúðgarðinn með góðum vinum og sötra súkkulaði með miklum rjóma mmmm Þá er reykingabannið gengið í garð, margir ánægðir með það en aðrir skiljanlega hundfúlir. Mikið er ég fegin að vera ekki lengur þræll sígarettunnar og þurfa þar af leiðandi ekki að geðvonskast og reita hár mitt í taumlausri sjálfsvorkunn yfir að mega ekki blása lífshættulegum eiturgufum yfir mann og annan. Ég hef þá trú að fólk eigi alveg eftir að sætta sig við bannið með tímanum, það verður smá rembingur í hávaðaseggjunum til að byrja með, en fáir eru svo illa settir að ekki örli á svolítilli siðgæðisvitund ef þeir kafa djúpt. Ég væri sjálfsagt ein af þessum brjóstumkennanlegu fórnarlömbum ef ég hefði ekki verið svona heppin að losna frá reykingabölinu. Ég hætti aðalega vegna þess að ég vildi ekki enda eins og hver önnur sígarettubuxnavasahengilmæna "lengsta orð sem ég kann" Annars é hófið best í öllu.
Allt kann sá er hófið kann
Aldrey skartar óhófið
Skömm er óhófs ævi.
Jæja þá er komin háttatími hjá rugludöllum eins og mér, góða nótt og sofið rótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)