Kjánar!

Afskaplega finnst mér svona framkoma alltaf
hallærisleg, ég hef ekkert á móti friðsælum mótmælum
og finnst sjálfsagt að fólk komi saman og láti í sér heyra,
en þegar fólk er farið að kasta matvælum í hús eða hlekkja sig
við skipamastur eða eitthvað álíka gáfulegt þá bara fæ ég
kjánahroolll!
Ekki nóg með að liðið er að kasta vörum sem einhver hefur þurft að borga fyrir, heldur þarf að fá flokk mann til að þrífa eftir þessa misvitru kjána.

mbl.is Þinghúsið þrifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er eg sammála þessu

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 02:06

2 identicon

Sammála því að eggjakast á Alþingishúsið er vont mál sem mótmælendur geta ekki þvegið hendur sínar af. Þeir gætu auðveldlega komið í veg fyrir slíkt ef hugur þeirri stæði raunverulega til þess. Mótmælendum hefur - með umkvörtunum sínum - tekst að stjórna fjölmiðlum þannig að þeir leggja mótmælum nú allt það lið sem þeir þurfa og horfa mikið til framhjá árásum á Alþingishúsið. Og eru farnir að yfirbjóða mótmælendur sjálfa í talningu þeirra, sbr. Fréttablaðið sem segir 8 þús manns hafa verið þarna. Þeir sem vanir eru að fara á landsleiki í fótbolta og hafa tilfinningu fyrir fjöldanum þar - sem jafnan er gefinn upp - vita að því fór fjarri að það væru 8 þus manns þara, mun færri, þó ekki finnst mér það skipta miklu máli nema að því leyti að maður vill gjarnan að fjölmiðlar reyni að segja sem réttastar fréttir. Lögrelgan gerir rétt í að halda sig til hlés.

Andreaotti (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 08:15

3 identicon

ég er sammála því að þetta skemmir fyrir þeim sem eru að mótmæla fyrir alvöru  en það er líka alltaf ýkt þessi fréttamennska hjá stöð 2, annars er þetta líka bara krakkar sem eru að koma þarna og eru að kasta eggjum  

Marus (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 08:39

4 Smámynd: hofy sig

Krökkum og unglingum finnst svona náttla svaka spennó, skiljanlega en mér finnst að þeir sem fyrir þessu standa ættu að reyna að höfða til þeirra sem þeir kannski reyndu, mér finnst einhvernvegin að málefnin sjálf missi marks í svona skrílslátum og öll athyglin beinist einmitt að fíflaganginum.
Takk fyrir innlitin.

hofy sig, 16.11.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband