Hvaða tegund?
12.11.2008 | 11:14
Það er ekki nokkur vafi í mínum huga,
hann fær sér náttla cavalier, þeir eru blíðir,
fríðir, rólegir, fjörugir, skemmtilegir, og bara endalaust yndislegir, þeir hafa aðeins einn galla og það er hárlos en forsetinn hefur pottþétt efni á sjálfvirku ryksugunni svo það ætti ekki að koma að sök.
Sem sé cavalier í Hvíta húsið og það strax.
Forsetahundsins leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það svona hvutti eins og þú ert með á myndinni?
Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 11:43
Já einmitt, minn hundur, hann er að vísu pínu gallaður þessi elska, alltaf með eyrnabólgur og svo er litla greyið svo illa haldinn af fæðuofnæmi að ég er með hann á próteinlausu sjúkrafæði allan ársins hring, hann má ekki einu sinni fá hundakex hvað þá annað, verður fárveikur ef einhver stelst til að gefa honum eitthvað annað sem gerist reyndar aldrei nú orðið. Já svo er hann með frjókornaofnæmi líka, exem og ég veit ekki hvað og hvað, en hann er samt alveg yndislegur og ómissandi fjölskyldumeðlimur með öllum sínum kostum og göllum.
hofy sig, 12.11.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.