Ekki fordómar?

Ef að þetta eru ekki kynþáttafordómar þá er ég eitthvað að misskilja,
er ekki árið 2008? Manneskjan óttast að pínulitla 14 ára dóttirin afberi ekki leigubílstjóra af öðrum kynstofni en hennar eigin, og helst af sama kyni líka. Litla barnið er nebbilega ekki vant fólki af asískum uppruna, eymingja stúlkan segi ég nú bara, hún hlýtur að hafa verið í stofufangelsi frá fæðingu, óþolandi hvað sumt fólk getur verið fokt opp í hausnum.

mbl.is Dýrkeypt hringing eftir leigubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þetta er nú svolítið langsótt. Hvað ef hún hefði beðið um bílstjóra með skegg. Hvers eigum við þá að gjalda, skegglausir bístjórar. Atvinnurógur af verstu sort.

Þetta er gengið út í öfgar. Það er sama hvað gert er eða ekki gert, alltaf einhver tilbúinn til að hrópa "kynþáttafordómar".

Landfari, 12.11.2008 kl. 11:15

2 identicon

Þú ert kolrugluð og það ætti að loka þig inni.

Ef dóttur hennnar er illa við asíubúa (hún er 14 ára og er skiljanlega hrædd þar sem vinnufélagar mömmu hennar mála þetta fólk uppi sem eintóma morðingja og brjálæðinga) þá má hún alveg biðja um bílstjóra af sama ætterni og hún.

 Að kalla þetta rasisma er jafn gáfulegt og ég færi að kalla þig barnaníðing!

Jónatan (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:17

3 identicon

Jónatan, það ætti að loka ÞIG inni fyrir að láta svona ummæli frá þér. Þú ert greinilega dæmigerður blindur íslendingur sem sérð ekki kynþáttafordóma í neinu. Þetta er svipað og ef hringt væri í ráðningarþjónustu eftir alþjóðlegum bankastarfsmanni EN tekið sérstaklega fram "vinsamlegast engar íslenskar umsóknir"... eða í gamla daga þegar fólki í ameríku var illa við að versla hjá gyðingum. Fordómar, ekkert annað.

dóri (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: hofy sig

Jónatan. Þú fullyrðir að ég sé kolrugluð sem ég ætla svo sem ekkert að þræta fyrir, en ég verð nú að segja að mér finnst full gróft að þú skulir vilja láta loka mig inni fyrir skoðanir mínar, hvað kallarðu það?
Ef að þú sérð eitthvert samhengi í að kalla mig, manneskju sem þú þekkir ekki neitt barnaníðing og þessari skoðun minni á fordómum, ja þá áttu mikið ólært. Eigðu samt góðan dag.

hofy sig, 12.11.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: hofy sig

Landfari. Ég verð að viðurkenna að ég fatta ekki alveg hvað þú ert að meina, hvort þú ert skegglaus, tannlaus eða sköllóttur skiptir mig nákvæmlega engu máli enda segir það ekkert um af hvaða kynstofni þú ert.
Sem betur fer eru margir tilbúnir að "hrópa" kynþáttafordómar þegar það á við.  Njóttu dagsins.

hofy sig, 12.11.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: hofy sig

Dóri. Ég gæti ekki verið meira sammála þér.
Eigðu góðan dag.

hofy sig, 12.11.2008 kl. 13:37

7 identicon

Jú jú það kemur mjög skýrt í ljós að henni finnst einhver kynþáttur henta betur en annar til að keyra þessa stelpu um bæinn, það í sjálfu sér geta ekki verið nema vissir fordómar. Hinsvegar þá er staðreyndin sú að þegar kemur að þjónustu þá er það oft svo að það sem hentar fyrir einn viðskiptavin getur verið ómögulegt fyrir annann. Það hefur verið nógu mikið kvartað yfir íslenskuleysi í afgreiðslustörfum á Íslandi. Persónulega hef ég ekki þörf fyrir að rabba við afgreiðslufólkið í Bónus og mættu þar vera tölvur mín vegna, en ég skil að aðrir gætu viljað eitthvað annað og eiga þeir rétt á að biðja um það. Ég myndi aldrei ráða mér sílspikaðan einkaþjálfara en sumum fyndist það kannski þægilegra, ég drekk bara frönsk vín og vildi helst að allir bílar væru þýskir. Mér finnst danir skemmtilegir og ég elska veðurfarið í Marókkó......ef allar skoðanir okkar væru gerðar opinberar í einhverju samhengi held ég að enginn slyppi við það að vera ásakaður um að vera fullur af fordómum!

Helga (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:38

8 Smámynd: hofy sig

Helga. Fordómar eða ekki fordómar, eflaust er endalaust hægt að þrasa um hvað eru fordómar og hvað ekki, mín persónulega sannfæring er samt sem áður sú að um kynþáttamisrétti sé að ræða ef við mismunum fólki eftir kynþætti, og á rætur í þeirri hugmynd að tiltekinn kynþáttur sé öðrum æðri og hafi þar með meðfæddan yfirráðarétt. Þekkasta dæmi um kynþáttafordóma er útrýmíngarherferð þýskra nasista gegn Gyðingum, byggð á kenningum um yfirburði Aría. Kv. Hófý.

hofy sig, 12.11.2008 kl. 14:22

9 identicon

GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMMÁLA HELGU.

 hofy sig: þú hlítur að vera afar illa fyrir kölluð ef þetta snertir þig svona djúpt. Þú átt jafnvel við sjónræn vandamál að stríða og þyrftir að leita á náðir sérfræðings.

Ef þessi kona vill biðja um mann sem er ekki af asískum uppruna þá:

1. Kemur okkur það nákvæmlega EKKERT við og er það gott dæmi um afskiptasemi frá okkar hálfu að hafa eitthvað út á það að setja.

2. Rasismi (nei) eða ekki, þá hafði þessi manneskja á stöðinni aðeins átt að segja: "nei, því miður get ég ekki orðið að þeirri ósk" (en hún hefði auðvitað átt að halda sér bara saman og verða við óskinni þar sem, eins og umræddur brotamaður segir, þetta snúist um 14 ára dóttur hennar.

Ef þið eruð ósammála þessu þá gæti mér nú hreinlega ekki verið meira sama, en í guðana bænum, ekki fara setja ykkur á einhvern háan hest vegna þess að persónulegar og prívat óskir þessarar manneskju (sem, btw, er núna atvinnulaus!) höfða ekki til ykkar.

 Takk fyrir.

Jónatan (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:43

10 identicon

Hófý. Það eru allir sammála um að "the holocaust" er ekkert nema kynþáttafordómar af verstu tegund.Eftir að hafa búið erlendis í 11 ár og átt vini sem sent hafa atvinnuumsókn undir nafninu Fatima og fengið neitun og sent svo þessa sömu umsókn á sama fyrirtæki undir nafninu Anna og fengið að koma í viðtal þá er að sjálfsögðu eðlilegt að fólk spyrji sig hvað er að Fatimu annað en uppruninn sem nafnið gefur til kynna? Ég þekki líka fólk sem misst hefur vinnuna vegna ummæla sem tekin voru úr samhengi og flokkuð undir kynþáttafordóma. En rétt er það að fara fram á að einhvert sérstakt þjóðerni sinni einhverri þjónustu setur viðkomandi aðila í ansi viðkvæma stöðu, þó svo að mæður geti átt það til að vera ansi histerískar þegar kemur að börnunum þeirra og helst vildu þær að María mey sæi um að skutla þeim í skólann.

helga (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:59

11 Smámynd: hofy sig

Helga. Það er einmitt kynþáttafordómar sem ég er að ræða um í þessum skrifum mínum, og veit að það er auðvelt að missa sig út í heitar umræður í eins viðkvæmum málum og einmitt þessum, við mæður erum oft ansi histerískar í sambandi við börnin okkar og það er eðlilegt, við verðum samt að gæta okkar í uppeldinu eins og annars staðar og missa okkur ekki í ofverndun, við megum heldur ekki íta undir kynþáttafordóma með hræðsluáróðri hvort sem börnin okkar eða einhverjir aðrir eiga í hlut, okkar skylda er að upplýsa börnin okkar rétt eins og að vernda þau, hvað sem hver segir þá eru kynþáttafordómar grafalvarlegt mál, eins og helförin sannar.

hofy sig, 12.11.2008 kl. 21:16

12 Smámynd: Landfari

Það sem ég var að reyna að segja að þú getur snúið öllum séróskum upp í fordóma.

Þegar ég verð borinn út úr kirkjunni vil ég frekar fara í ameískan kadilakk en kóreanskan sendibíl þó báðir séu svartir. ég er samt ekki með neina fordóma gagnvart kóreu. Ég myndi einfaldlega oska eftir þjónustu hjá fyrirtæki sem gæti orðið við óskum mínum.

Ef ég væri að taka leigubíl myndi ég ganga framhjá þeim í röðinni þar sem bílstjórinn væri reykjandi í bílnum. Ég hef samt enga fordóma gagnvart fólki sem reykir. Finnst bara reykjarilmurinn óþægilegur.

Ég gæti alveg ímyndað mér að þessi kona hefði mikla reynslu af leigubílum. Hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að bílstjórarnir með höfuðfötin umtöluðu þekktu borgina ekki eins vel eða hefðu ekki eins gott vald á tungunni og hinir "innfæddu" þá finnst mér það ekki skrítið að hún bæði um slíkan bílstjóra. Hún er að senda dóttur sína eina eitthvað með bíl. Hún ert að treysta manneskju sem hún þekir ekki haus né sporð á, fyrir lífi og limum barnsins síns, verandi sjálf víðsfjarri þá er það hreinlega ábyrgðarleysi að fara ekki eftir sinni eigin reynslu af því hvað hún telur öruggast.

Það verða að teljast grófir fordómar af hálfu BBC að reka konu fyrir það eitt að þeir hafa aðra skoðun á uppeldi dótturinnar en hún. Finnst þér þetta virkilega í lagi?

Landfari, 12.11.2008 kl. 22:44

13 Smámynd: Landfari

E.s

Að tala umútrýmingu nasista á gyðingum í þessu samhengi er þvílík vanvirða við minningu þeirra að ekki tekur nokkru tali. Greinilegt að sá sem það gerir hefur ekki nokkra þekkingu á mankynssögunni. Ekki frekar en forseti ASÍ hefur á Íslandssögunni þegar hann líkir þeim samdrætti sem nú er hér á landi við móðuharðindin.

Landfari, 12.11.2008 kl. 22:48

14 Smámynd: hofy sig

Kæri Landfari. Ekki ætla ég að fullyrða hversu mikla þekkingu þú hefur á mannkynnssögunni, enda hef ég ekki nokkra hugmynd um það, en af skrifum þínum að dæma virðist þú ekki skilja hvað kynþáttafordómar eru, þeir snúast á engan hátt um í hvernig bíl þú vilt láta bera þig út úr kirkjunni eða hvort þú heldur meira upp á amerískan kadilakk eða kórenskan sendibíl. Ég ætla að reyna að úskíra fyrir þér um hvað kynþáttamisrétti snýst, eða snýst ekki, þó að ég elski börnin mín meira en börnin þín þýðir ekki að ég hafi kynþáttafordóma gagnvart þínum börnum, það sem er vanvirða við minningu gyðinga sem nasistar útrýmdu í stórum stíl er einmitt þitt viðhorf, kynþáttamisrétti er ef að fólki er mismunað eftir kynþætti, skil ekki alveg hvað er svakalega erfitt að meðtaka þetta.

hofy sig, 13.11.2008 kl. 00:22

15 Smámynd: hofy sig

Jónatan. Í guðanna bænum ekki vera að setja þig á háan hest þó að þú sért hlynntur kynþáttamisrétti, nær væri að þú hefðir vit á að skammast þín.

hofy sig, 13.11.2008 kl. 00:26

16 Smámynd: Landfari

hofy, það kemur fram í viðtalinu að hún vilji ekki einhvern með turban á hausnum. Það eru ekki kynþáttafordómar. Ef asískir leigubílstjórar geta ekki lagað sig að siðum og venjum í bretlandi finnst mér það vera réttur þeirra breta eða annara sem þar búa velja þjónustu annara.

Dóttirin þekkir ekki siði og venjur asíubúa og er hrædd við fólk með þessi höfuðföt. Þess vegna talaði ég um skegglausa bílstjóra hér í fyrstu athugasemd minni því það er ekki óalgengt að litlir krakkar séu hræddir við menn með skegg. Það er ekki þitt eða BBC að dæma konuna fyrir slæmt uppeldi að hún skuli ekki vera búin að skýra fyrir dóttur sinni hvað búi að baki þessum höfuðbúnaði og hún þurfi ekki að óttast hann.

Þú tókst kanski ekki eftir því að hún var ekki rekin fyrir fordóma gagnvart karlmönnum.

Ef ég væri að senda mína dóttur með leigubíl þá gerði ég það ekki með bíl þar sem bílstjórinn væri frá einhverjum ættbálki í Afríku sem ekki notaði lendarskýlur. Mér findist það bara óviðeigandi og hefur ekki neitt með kynþáttafordóma að gera.

Þú virðist vera svo lokuð í þíum rétthugsunum að þú skilur ekki að það eru sem betur fer ekki allir með jafn takmarkaðan sjóndeildarhring og þú. Þig viðist skorta alla viðingu fyrir skoðunum þeirra sem ekki er þér sammála.

Til að geta borið með reisn, viðingu fyrir venjum og siðum framandi þjóða og menningarheima þarftu líka að bera viðingu fyrir þínum siðum og menningarheim. Það gerirðu ekki með því að ganga sífellt á þinn rétt til að aðrir geti notið réttar síns.

Vanvirða þín við þá sem lentu í útrýmingarbúðum nasista verður ekki bætt með útúrsnúningum, Asökunarbeiðni væri meira viðeigandi.

Að öðru leiti get ég ekki hjálpað þér en það eru til aðilar sem hafa sérhæft sig í að hjálpa fólki til að sjá ljósið.

Landfari, 13.11.2008 kl. 10:44

17 Smámynd: hofy sig

Kæri Landfari. Það sem ég er að tala um eru KYNÞÁTTAFORDÓMAR, að þú getir lesið vanvirðingu við þá sem lentu í útrýmingabúðum nasista úr mínum skrifum er þitt vandamál, það er hins vegar eins langt frá sannleikanum og hugsast getur. Að ætla mér að vanvirða dráp nasista á 6 milljón. Gyðingum finnst mér alvarlegar ásakanir, ég er bara ekki að sætta mig við svona lágkúru. Þess vegna er ég enn að svara þér, ég er ekki að reyna að sannfæra þig um eitt né neitt enda vitatilgangslaust, sjálf hef ég ríka réttlætingskennd og það er ekki bannað að tala um helförina, hún hófst á kynþáttafordómum eins og "flestir vita" að þá voru 6 milljónir. Gyðinga myrtir með köldu blóði fyrir það eitt að vera Gyðingar. 14 ára stúlka er ekkert smábarn, og búandi í Englandi getur hún alls ekki verið óvön fólki af öðrum kynstofni en hún er sjálf nema hún hafi labbað um göturnar með bundið fyrir augun, kannski að ég sé bara fangi í eigin rétthugsunum, og þá verður það svo að vera, ef að ég treysti dóttur minni til að fara einni í leigubíl skipti mig engu máli af hvaða kynstofni bílstjórinn væri, jafnvel þó hann væri með agúrku á hausnum. Ljósið er yndislegt.

Eigðu góðan dag og takk fyrir innlitið.

hofy sig, 14.11.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband