Mínar hugrenningar.
7.11.2008 | 00:58
Jæja þá er þessi dagur allur, eins gott líka Nei, nei, ekkert verri en aðrir dagar svo sem. Allir dagar hafa eitthvað til síns ágætis, svo er það náttla bara hvernig ég ætla að líta á hlutina, valið er mitt að miklu leyti alla vega. Ég get ákveðið að vera neikvæð og svartsýn, ég get til allrar Guðs lukku líka ákveðið að vera jákvæð og bjartsýn sem er einmitt sú ákvörðun sem ég hef tekið.
Ég verð sennilega seint sökuð um að vera höfðingjasleikja og því síður kann ég að smjaðra, það tel ég vera kost en það vinnur þó stundum á móti mér. Það háir mér samt ekki að ráði þannig séð, ég hef í sjálfu sér ekkert á móti fólki sem hefur ríka tjáningarþörf en þegar fólk malar þindarlaust út um bæði munnvikin í einu þá einhvernvegin bara loka ég ósjálfrátt á öll skilningarvit, annað hvort er það meðfæddur hæfileiki eða áunnin, ég hallast heldur að því síðarnefnda held reyndar að ég hafi tamið mér þennan eiginleika af illri nauðsyn.
En hvaða, hvaða, við getum ekki öll rekið við og tuggið tyggjó samtímis
Jæja þá er ég búin að tæma hausinn minn í bili
Góða nótt og sofið rótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.