Jamm, jamm
4.11.2008 | 22:35
Jamm, jamm, mig langar aðeins að skrifa niður hugsanir mínar, mér finnst orðið svo andskoti niðurdrepandi að fletta blöðum og hlusta á fréttir að ég er hreinlega svo gott sem hætt því. Ég er ekki rík af veraldlegum eigum og var það ekki heldur áður en fjármálakreppan margummrædda skall á. Þannig að ég þarf til allrar hamingju ekki að gráta tapað fé í bönkum eða veðbréfum, þó svo að auðvita bitni kreppudruslan á mér eins og öðrum öreygum, ég missi ekki svefn og svelt ekki heilu hungri, að minnsta kosti ekki enn. Ég held að við Íslendingar verðum að fara að lenda og þá með báðar fætur á jörðinni, við þurfum að líta gaumgæfilega í eigin barm og athuga hvort ekki sé komin tími til að breyta lífstílnum eitthvað aðeins, hætta að væla og skæla þó við getum ekki leyft okkur að aka um á glænýjum jeppum og bla, bla,bla, öll höfum við gott af að leita inn á við og sættast við okkur sjálf, hætta allri sýndarmennsku og flottræfilshætti sem kemur okkur aldrei annað en illa.
Því hvað er ríkt fólk? Það er fólk sem hefur mikið í veltunni og á ekki neitt nema áhyggjurnar ef allt væri gert upp, og fer út úr heiminum alveg nákvæmlega eins snautt og hinir, að því undanskildu að það hefur haft af meira búksorgum, minna af sannri lífsgleði.
Halldór Laxnes "Sjálfstætt fólk"
Athugasemdir
Það er bara gott núna að hafa verið að meðaltali blankur
Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 20:18
Einmitt! Þar kom að því að að mann "græddi" á því að vera fátæklingur
hofy sig, 6.11.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.