Kreppubrjálæði

Það er nú meira hvað ég er orðin leið á þessu endalausa krepputali, við ættum kannski að byrja á að spyrja okkur sjálf nokkura spurninga, eins og til dæmis, sveltum við? Höfum við þak yfir höfuðið? Höfum við nóg af vatni? Er einhver að deyja úr vosbúð og sulti hér á landi? Ég held ekki, væri ekki bara ágætt að hverfa nokkur ár aftur í tímann, persónulega væri mér sama þó sjónvarpstöðvarnar færu allar á hausinn, nei annars ég vil að sjálfsögðu ekki að fólkið sem þar vinnur yrði atvinnulaust, en það væri samt kósí að hafa ekkert sjónvarp því þá væri fólk kannski til í að sitja og spjalla í stað þess að láta mata sig endalaust á afþreyingu, já og sleppa svo áhyggjunum um gleðileg jól, kerti og spil eru allt sem þarf fyrir utan góða skapið náttla, um að gera að njóta samverustundanna með fjölskildunni, vera góð hvert við annað og bara njóta þess að vera saman, gjafirnar þurfa hreint ekki að kosta aleiguna, það er hugurinn sem gildir og ekkert annað. Burt með vælið segi ég nú bara og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband