Misjafn er smekkurinn
13.9.2008 | 20:49
Misjafn er smekkur okkar mannanna, sem er náttla eins gott. Það liti hálfkindarlega út ef allir hefðu sama smekkinn, en svona í óspurðum fréttum langar mig að deila minni skoðun á gaflara ársins, jafnvel þó ég þekki hann ekki persónulega þá hef ég ekki komist hjá því að verða vör við hann í gegnum tíðina.
Mér finnst hann sum sé frekar leiðinlegur músikant, einnig hefur mér oft fundist hann yfirborðskenndur og hrokafullur, hann er líka eitthvað svo mikið vonabí heimsfrægur karlgarmurinn.
Ég á ekki einu sinni eitt uppáhaldslag með BóBó margir af hans frægu smellum finnst mér alveg hrútleiðinlegir.
Samt sem áður til hamingju með titilinn Bó
Mér finnst hann sum sé frekar leiðinlegur músikant, einnig hefur mér oft fundist hann yfirborðskenndur og hrokafullur, hann er líka eitthvað svo mikið vonabí heimsfrægur karlgarmurinn.
Ég á ekki einu sinni eitt uppáhaldslag með BóBó margir af hans frægu smellum finnst mér alveg hrútleiðinlegir.
Samt sem áður til hamingju með titilinn Bó
Bó Halldórs er Gaflari ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nú gæti ég ekki verið meira ósammála þér. Enda ofboðslegu Bo aðdáandi. Nú fyrir utan það hvað maðurinn er yndislegur í viðkynningu. Hann er meira en vel kominn að þessari tilnefningu.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2008 kl. 00:46
Já það er eins og ég segi, sem betur fer höfum við misjafnan smekk og ég get alveg skilið að hann eigi stóran aðdáendahóp, ég hef bara einhvernvegin aldrei fílað hann
hofy sig, 14.9.2008 kl. 07:03
Sammála þér í einu og öllu hvað þetta varðar
Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.