Hvar er umburðarlyndið?
13.9.2008 | 20:31
Bloggarar liggja aldeilis ekki á skoðunum sínum þegar svona nokkuð kemur upp, mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvað fólk getur verið illgjarnt í garð fólks sem það þekkir akkúrat ekki neitt, sjálf þekki ég ekkert til þessa manns né annarra sem þarna voru að mótmæla, enda dettur mér ekki til hugar að drulla yfir þau eða hefja þau upp til skýjanna.
Hvernig væri nú samt sem áður að sýna þó ekki væri nema smá umburðarlyndi gagnvart þessu fólki, að minnsta kosti þar til ljóst er orðið hvort þau hafa eitthvað brotið af sér.
Ég finn til með þeim, auðvitað líður þessu fólki illa enda sjálfsagt búið að þola miklar hörmungar í sínu heimalandi.
Það kostar ekkert að rækta með sér náungakærleika og umburðarlyndi til handa þeim sem eiga um sárt að binda.
Hælisleitandi mótmælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið er einfalt ... fólk er fífl. Hefur alltaf verið það, mun alltaf verða það.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.