Rakettu druslur.
18.6.2008 | 21:11
Því og í ósköpunum getur fólk ekki skotið þessum rakettu druslum sínum upp á gamlárskvöld og látið þar við sitja, sumir virðast hreint ekki færir um að hugsa um neitt annað en sitt eigið rassgat, mér finnst þetta svo yfirgengilegt tillitleysi við menn og dýr að ég held að ég hafi ekki fleiri orð um athæfið, ég gæti svo hæglega misst mig út í heiftarlegar fordæmingar og látið of mörg ljót orð flakka, best að ég tjái mig ekki nánar að sinni.
Hundarnir fundnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér virðist vera orðið í tíma og ótima, út af afmælum eða einhverjum hátíðarhöldum. Lögum samkvæmt þarf sérstakt leyfi fyrir rakettuskotum utan þessara hefðbundnu daga um áramót og á þrettándanum. Annað hvort eru þau leyfi svona auðsótt eða fólk er einfaldlega að gera þetta í leyfisleysi. - Annars gaman að sjá þig blogga aftur, tíu daga hé er alltof langt.
Haraldur Bjarnason, 19.6.2008 kl. 00:19
Já ég er mætt á svæðið aftur, þetta með flugeldana er alveg óþolandi , ég var stödd á Akureyri síðustu helgi og ég get svo svarið að ég hélt í fyrstu að þetta væru byssuskot, ég skil ekki svona tillitleysi sérstaklega gagnvart dýrunum.
hofy sig, 19.6.2008 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.