Rasisti ofnotað.

Ó may God! Ekkert má nú orðið án þess að allt verði vitlaust, fólk virðist vera búið að tapa öllum húmor, RASISTI er að verða ofnotað orð á Íslandi í dag. Ég veit hreint ekki hvar þessi hringavitleysa endar eiginlega, ef hún þá einhveratíma endar á annað borð.
Mér finnst þessi mynd ekkert hrikalega fyndin, enda er ég með alveg fáránlegan húmor, en mér finnst heldur engin ástæða til að fara að grenja yfir henni, fyrr má nú vera viðkvæmnin í þjóðarsálinni.....Dísús Kræst!


mbl.is Myndasaga Sigmunds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Eitthvað er þú nú að misskilja.

Það voru ekki íslendingar sem voru að mótmæla þessu, heldur útlendingar og þá helst Bandaríkjamenn.

Enda er þessi eina staka mynd fordómafull (meðvitað) en í samhengi við allt það sem Sigmund hef gert, þá er þetta bara saklaust grín.

Baldvin Mar Smárason, 20.5.2008 kl. 12:30

2 identicon

Þarf allt grín sem tekur mið að útliti fólk eða því hvar það er fætt í heiminum að vera rasismi? Er þetta bara ekki góðlátlegt grín að konu með kjánaglott og karli í strápilsi? Ég held að við getum bara bannað alla brandara ef þetta má ekki.

ha ha (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:01

3 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

"Þarf allt grín sem tekur mið að útliti fólk eða því hvar það er fætt í heiminum að vera rasismi"

Af sjálfsögðu er það rasismi.

En þá er ég ekki endileg að setja samasem merki á milli rasisma og haturs.

Rasismi er hættulega opið orð.

Neo-nasistar eru rasistar.

"Pólverjar eru alkar", þessi fullyrðing er rasismi

"Ísland fyrir íslendingar", þessi fullyrðing er rasismi

Teikna svertingja sem mannætu í lendarskýlu er rasismi.

Hvar dregur maður línuna?

En að því sögðu, þá er ég mjög á móti pólitískri rétthugsun og það er enginn yfir grín og gagnrýíni hafður. En þá skal fara varðlega í þetta og passa sig að kynda ekki undir hatur.

Að lokum langar mig að segja, Obama hvítur...

Hvernig líkar ykkur þessi fullyrðing? (mamma hann er hvít)

Baldvin Mar Smárason, 20.5.2008 kl. 13:17

4 Smámynd: Landfari

Baldvin, ef Sigmund eða einhver annar teiknar kopmynd af ölvuðum hvítum kralmanni þá er hann ekki að segja að allir hvítir karlmenn séu drykkjumenn. En miðað við skilgreininguna þína hér að ofan væri þetta rasismi gagnvart hvítum karlmönnum.

Ég er ekki alveg að átta mig á hvernig þú skilgreinir orðið rasismi en mér finnst þú láta orðið hafa ansi víðtæka merkingu.

Ef hann teiknaði hvítan mann sem mannætu í lendarskýlu. Það væri þá náttúrulega lika rasimi. En ef hann teiknaði hítan mann í síðbuxum sem böðul við höggstokkinn.

Með þinni skilgreiningu er orðið orðið ansi útþynnt og tapar algerlega sinni merkingu. Að vísu má segja að sumir stjórnmálamenn hafi verið duglegir við það sama því stærstur hluti af umræðu um fólk er kalla rsismi af sumum pólitíkusum.

Landfari, 20.5.2008 kl. 13:47

5 identicon

Er það ekki alveg rakin rasismi hjá Mogganum að birta svona plús skandalagreinina hans Sveins Rúnars um Ísrael fyrir þrem dögum, að maður tali nú ekki um allan rógin á hendur Ísraelsmönnum á Moggablogginu. Hvar endar svona lagað?

Hvar er nú allir pólitísku afréttarar Morgunblaðsins  núna,  Bryndís, Ak-72,  Nanna  osfrv.djísus kræst.

Djákninn á Myrká (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband