Smá sboggerí
18.5.2008 | 11:05
Hoj, hoj! Jæja ég ætla að skrifa eitthvað núna, ekki búin að blogga mikið síðustu daga, við Snúlli minn "Haukur Leó" erum að næra okkur, og ekki leiðist okkur það nú, á morgunverðaborðinu í þetta sinn er brauð með lifrakæfu, hann Haukur minn fúlsar nú ekki við solis trakteringum. Obboslega duglegur að borða drengurinn, ég elska að gefa honum að borða, en nú er verið að segja mér að hann geti orðið feitur þegar hann verður eldri, ég gef ekki mikið fyrir það. Snorri minn verður seint kallaður matmaður mikill, og yfir því hafa flestir meiri áhyggjur en ég, svona hefur hann alla tíð verið og samt þrifist, ég hef farið með hann í blóðprufur annað slagið í gegnum tíðina og alltaf hefur hann verið með nóg blóð og ekki verið skortur á neinum efnum hjá guttanum, ég fór einmitt með hann í prufu í síðustu viku, sú prufa sýndi að hann skorti ekki neitt, skjaldkirtill í góðu lagi og sonna. Börn eru misjöfn eins og við fullorðna fólkið, það er ekki til neins að vera sífellt með áhyggjur yfir einhverju smotteríi, það er nóg að burðast með þær yfir stærri málum sem við þurfum öll að kljást við stundum.
Annars höfum við það geggjað gott hérna á Holtinu, pizzaveisla í gærkvöldi með mömmu, pabba og Auði sys sem kom til landsins í gær. Það er mikið fjör hér á bæ, Söngvaborg á fullu alla daga, svo þarf nú litli Snúlli að tæta soldið og skrúfa frá krananum á baðinu reglulega ef gleymist að loka hurðinni, amman varð rennblaut í gær og náttla gólfið, handklæðin og fleira, um að gera að láta hafa fyrir sér fyrst mann er nú hjá ömmunni sinni.
Svo er það hann Polli sem er að gera alla vitlausa með sinni alkunnu athyglissýki sem reyndar fer út yfir öll velsæmismörk þessa dagana. Afbrýðisemin er alveg að gera út af við litla dekurdýrið, ef Haukur er með eitthvað verður Polli að fá það, jafnvel þó líti aldrei við því ef Haukur er ekki á svæðinu. Það er nú líka hunderfitt að vera með ofnæmi fyrir nánast öllu matarkyns, fá alltaf sama prótínlausa sjúkrafæðið og sama sjúkra-hundakexið. Já það er ekki endilega mjög svo auðvelt að vera Polli litli, en hann er nú oftast afskaplega hamingjusamur.
Jæja lítill maður kallar, vill að amma sín hætti í tölvunni núna, og amma hlýðir eins og góðum ömmum sæmir. Bæjó!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.