Krúttleg gæludýr?
16.5.2008 | 09:29
Hrikalega stóra og þungar slöngur...ojojoj...Það má segja að þessar slöngur séu dáldið furðulegar skepnur, að minnsta kosti í okkar augum hér á hjara veraldar, en þó að þær séu furðulegar er það ekkert á við okkur mannskepnurnar, að hugsa sér að fólk hafi verið að dúllast með þessi kvikindi sem gæludýr... Já ég held að mannskepnan slái öllum öðrum skepnum við, hvað varðar furðulegheit...
Risakyrkislöngur gera sig heimakomnar á Suður-Flórída | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þær hafa eflaust verið sem gæludýr frá því að þær skriðu úr egginu, og þegar þær ná yfir 2-3 metra í lengd er orðið dýrt að reka þær, fóður kostar og svo þurfa þær stórt svæði fyrir utan hversu svakalega illa lyktandi skít þær skíta... shit!!
Ég er með slöngu sem gæludýr, af tengundinni "Corn snake" og verður mest 1.5 metri á lengd og hún er einnig kyrkislanga. Ég bý í Danmörku og þær eru löglegar þar. Þær slöngur sem um ræðir eru Burmese Python og eru undirtegund af Indian Python sem eru einar af 6 stærstu slöngum heims.
Slöngur eru frábær gæludýr fyrir þá sem eru ekki að leitast eftir "mjúku-krúttilegu-kúru" dýri, heldur dýri sem drepur og er óendanlega kúl!!! :)
Stones (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:35
Úps! Slöngur eiga ekki upp á pallborðið hjá mér, ég læt hund duga. Ég skil ekki hvað er unnið með því að eiga gæludýr sem drepa, enda eru það nú tæplega gæludýr, ekki vildi ég gæla við slöngur, en smekkur okkar er misjafn sem betur fer.
hofy sig, 16.5.2008 kl. 11:42
Svo er fólk að skammast yfir lögum sem banna innflutning á dýrum til landsins. Hvað ætli það séu mörg ólögleg dýr á Íslandi? Fólk þarf að stoppa og hugsa aðeins lengra en "Hey! þetta er svalt, mig langar að eiga svona".
Sporðdrekinn, 16.5.2008 kl. 13:30
Oftast býr nú eitthvað meira að baki en "þetta drepur - þetta er kúl!" Kettir drepa fugla, mýs, skordýr og nokkurn veginn allt sem er smærra en þeir sjálfir. Hundar eiga það líka til að drepa, en það fer þó eftir tegund og uppeldi.
Fólk sem fær sér skriðdýr er oftast að leita eftir eitthverju öðruvísi og spennandi til að eiga. Oft hefur fólk sem langar í skriðdýr ofnæmi fyrir loðnu dýrunum, en langar í eitthvað til að geta haldið á og klappað. Hafðu einnig hugfast að heil ósköp af skriðdýrum nærast eingöngu á jurtafæði og drepa aldrei nokkurn skapaðan hlut. Innflutningsbannið nær líka yfir mörg önnur dýr en skriðdýr - gælumerðir eru til dæmis alveg sérstaklega skemmtileg gæludýr, þeir eru kelnir og það er svaka fjör í þeim - þeir þrífast ekki viltir í íslenskri náttúru vegna kuldans, en eru eitthverra hluta vegna bannaðir. Hér er skemmtilegt myndband af gælumörðum á kreiki: http://www.youtube.com/watch?v=FDxP2S9G93Q&feature=related
- Hundar, kettir, fiskar, fuglar og nagdýr eru ekki fyrir alla.
Alliat (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:17
Það er kannski ekki rétt að segja "sem drepur og er kúl", hljómar kannski ekki beint skynsamlega :) hehe.
Að mínu mati eru slöngur sem eru um og undir 1 meter að lengd og ekki eitraðar eru meinlausari okkur heldur en hamstur. Ég hef meðhöndlar mikið af slíkum slöngum og verið bitin einu sinni. Hamstur hefur bitið mig oftar en það og ég hef fengið hita fyrir vikið. Meira að segja kanína hefur bitið mig oftar en slanga.
Stones (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:08
Ég hef verið bitinn af hamstri - það var ein versta lífsreynsla sem ég hef upplifað. :S
Alliat (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.