Þetta snýst um skynsemi ekkert annað.

Alveg finnst mér ótrúlegt hvernig fólk hagar sér vegna frétta af væntanlegu flóttafólki hingað til landsins. Sérstaklega er fólk stóryrt og svo sannarlega ekki skoðunarlaust á þessum málum frekar en fyrri daginn. Hér á moggablogginu reyta margir hár sitt kolvitlausir yfir afstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, af því að hann vill sýna skinsemi þá er hann rassisti og eitthvað þaðan af verra.

Öll viljum við hjálpa þeim sem minna mega sín, um það þarf ekkert að deila. Við þurfum líka að hafa aðstöðu til þess, við þurfum að hafa laust húsnæði og við þurfum að hafa atvinnu. Ef við ætlum að taka á móti flóttafólki hljótum við að verða að hafa eitthvað upp á að bjóða, að minnsta kosti þessar grunnþarfir, húsnæði og atvinnu, við höfum hvorugt hérna á Akranesi.

Á meðan að bæjarstjóri fullyrðir að hér sé nóg af húsnæði eru hreint ekki fáir sem eru að bíða eftir félagslegu húsnæði, hér hefur verið mikið atvinnuleysi meðal kvennfólks.

" Ég tel að Skagamenn séu ekki það eigingjarnir að þeir geti ekki hleypt hingað tíu einstæðum mæðrum með tuttugu börn án þess að allt verði vitlaust, segir Karen Emelía Jónsdóttir" Ég gef nú ekki mikið fyrir svona málflutning, enda tel ég það ekki mjög ábyrgt að tilheyra Frjálslyndum á mánudögum, Sjállfstæðisflokknum á þriðjudögum og svo kannski einhverjum allt öðrum á miðvikudögum, allt eftir því hvernig landið liggur í það og það skiptið.

Ég næ því bara alls ekki af hverju ekki er hægt að sinna því fólki sem enn býr í þessum bæ, ég hef rætt við margt fólk sem hefur beðið um félagslega íbúð hér í bæ og fengið þau svör að biðlistinn sé mjög langur, kannski að Sjálfstæðismennirnir vilji að því fólki sem fyrir er í þessum íbúðum verði sagt upp svo einstæðu mæðurnar frá Írak fái þak yfir höfuðið.

Hér er líka mikið af konum sem þurfa að sækja vinnu til Reykjavíkur, hér vita allir sem vilja vita að ekki er mikil atvinna í boði konur hérna á Skaganum. Fólk ætti að líta pínu í eigin barm áður en það fer að hella sér yfir Magnús Þór, hann er sá eini sem þorir að segja sína skoðun umbúðalaust í þessum leiðinda útlendinga málum, allir vælandi eymingja þessi og eymingja hinn, ætli þetta sama fólk sé tilbúið að deila sinni vinnu og sínu húsnæði með eymingja fólkinu, þið eru kannski aflögufær um eins og tvö svefnherbergi, svo deilið þið náttla eldhúsi og klóinu með fólkinu sem þið endilega viljið fá til ykkar, og minnkið við ykkur vinnu svo þau hafi nú alla vega hálft starf á móti ykkur, þið sem hæst hafið, sýnið í verki hvað þið eruð kærleiksrík og bjóðið þessu fólki til ykkar, ég skora á ykkur.

Þetta snýst ekkert um að vera rasisti eða ekki rassisti, þetta snýst um að hafa eitthvað upp á að bjóða og þetta snýst um almenna skynsemi punktur.

 


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband