Lílill og sætur.

 

Ein sæt mynd af ömmumús sem kemur í pössun til ömmu sín á morgun, hann ætlar að vera í átta daga og átta nætur hjá okkur litla krúttið, á meðan mamman og pabbinn spóka sig í heimsborginni Londan. Ég er alltaf að gera heimilið mitt meira og meira barnhelt og held það sé bara orðið nokkuð gott. Það verður sko kósý að vakna með þennan hnoðra upp í hjá sér á morgnana.

Annars hélt ég að það væri annar í mæðradegi, nú nenni ég ekki á lappir ég nenni ekki einu sinni fram að ná mér í kaffi, löt ég? Nei nei bara sonna værukær í morgunsárið. Annars á ég von á vinkonu á eftir, svo ætlum við stellurnar að skella okkur til Reykjavíkur í kveld á fund. Bara gaman hjá okkur, nema hvað? Svo ætla ég að setja neglur á tengdadótturina á morgun fyrir útlandaferðina, tvær vinkonur fá svo neglur á hendur og tásur bráðum fyrir Spánarferð, uhu Frown allir að fara til útlanda nema ég. Sem er reyndar allt í lagi, ég fékk eiginlega nóg af Spáni eftir mánaðardvöl þar síðasta sumar, enda öll útbitin og með kláða dauðans eftir moskítókvekindin sem vöktu upp hjá mér exem sem var í dvala, ekki vil ég fá það aftur, doksinn sem sprautaði mig með sterum í hvert einasta sár, ekki einu sinni heldur tvisvar tjáði mér að ég gæti ekkert gert til að koma í veg fyrir að kvikindin réðust á mig aftur og kæmu þessum hrylling af stað, þannig að ég er bara sátt með að vera á Íslandi í sumar. Systan mín er enn á Möltu og þar hefur rignt og rokað, ég er nú farin að sakna skvísunnar og hún mín, en það styttist í hana, hún kemur á næsta laugardag, þessi elska.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband