Ökuníðingar.

þvílíkur hraði! Hugsa þessir ökuníðingar ekki heila hugsun, setjast bara upp í bíla sína og æða áfram í einhverju óráði.
Ekki minna hættulegir en hlaðin skammbyssa í höndum óvita, bílinn er orðinn að einu mesta drápstæki nútímans, ég veit svei mér ekki hvernig árángus ríkast er að refsa þessum vitleysingum, ég álít að þeir hljóti að vera svona yfirgengilega sjálfselskir og náttla ótrúlega heimskir í ofanálag, skilja sjálfsagt ekki af hverju þeir mega ekki nota göturnar fyrir kappakstursbrautir, væri ekki best að dúddarnir slepptu því alfarið að aka bílum í framtíðinni, ég held að það sé bara alveg málið.


mbl.is Tveir teknir á yfir 180 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað eru þetta vitleysingar, en að halda því framm að bílar séu mestu drápstæki nútímans er fulldjarft.

Sindri (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bílar koma við sögu í fleiri dauðsföllum en skammbyssur.  Reyndar fleiri en rifflar líka.  Og fleiri en rifflar, skammbyssur og haglabyssur samanlagt.  Jafnvel ef maður telur eggvopn með, þá býst ég við að bílar hafi vinninginn ennþá. (Þó eru 3X fleiri drepnir með eggvopnum á hverju ári en skotvopnum).

En, lausnin er ekkert einföld.  Sennilega ekki til. 

Ásgrímur Hartmannsson, 12.5.2008 kl. 15:02

3 identicon

Við getum sett upp fleiri myndavélar, útbúið bílana þannig að þeir komist ekki hraðar en t.d. 120 það þarf enginn að keyra hraða nema löggan, sjúkrabílar og slökkvilið. Ekki segja að það sé ekki hægt, við getum það sem vilji er til að gera. Málið er bara að flestir vilja ekki keyra hægar en á 100 úti á vegum.

haha (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 18:16

4 identicon

Hættið þessu andskotans væli endalaust. Það eru alltaf einhverjir sem keyra of hratt og það er alltaf sama liðið sem vælir yfir því hérna á moggablogginu, sumt bara breytist ekki.

Boggi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband