Hrikaleg mannvonska.

Það er ekki nóg að hræðilegar náttúruhamfarir hafi dunið á íbúum Búrma heldur er þeim líka neitað um aðstoð.
Grimmd herforingjastjórnarinnar er svo forkastanleg að maður veit ekki hvað maður á segja.
Mér finnst þessi hegðun einhvernvegin vera langt fyrir utan mannlegt eðli.
Fólk þarna er í bráðri lífshættu, og örugglega er enn hægt að bjarga mörgum ef ekki væri fyrir þessa hryllilegu stjórn. Ég held að heimurinn verði að gera eitthvað rótækt, það er ekki hægt að horfa aðgerðalaus upp á fólkið deyja, hjálparstarfsmenn verða að komast inn í landið til að aðstoða fárveikt fólkið, en hvernig? Því miður hef ég ekki svarið, en er ekki hægt að yfirbuga þessa andskotans stjórn?
Sjálfsagt er það erfitt og ekki hægt án þess að auka enn frekar á eymd vesalings fólksins, ég get ekki ýmindað mér hörmungarnar sem þarna eru að eiga sér stað, jafnvel þó ég fylgist með fréttum um ástandið þá er þetta svo fjarlægt, að það skuli vera til svona mikil mannvonska finnst mér yfirgengilega sorglegt.

Það er aðeins eitt sem ég get gert og það er að biðja fyrir fólkinu sem þarf að þola þessar hrikalegu hörmungar. Það ætla ég líka að gera.
Ég get ekki ýmindað mér þann skelfilega sársauka sem þau þurfa að ganga í gegn um, ég get hugsað hlýtt til þeirra og beðið algóðan Guð að vernda þau.

Vonandi geta þjóðir heimsins með einhverju móti þrýst á stjórnvöld í Búrma til að hleypa hjálparstarfsmönnum inn í landið, helst strax.


mbl.is 1,5 milljón manna í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband