Ja hérna!
8.5.2008 | 08:58
Ja hérna hér! Gæti ég öskrað? Já það gæti ég svo sannarlega, það er með ólíkindum hvað hægt er að níðast endalaust á minnihlutahópum í þessu landi. Hvernig er hægt að kaupa eitthvað annað en brýnustu nauðsynjar fyrir hundrað og tuttugu þúsund krónur á mánuði?
Það dugar ekki einu sinni fyrir grunnþörfum, hvað þá einhverju öðru, þessir plebbar sem setja þessar kröfur á fatlaða einstaklinga ættu að prufa sjálfir að komast af með þá upphæð sem þeir af rausnarskap sínum skammta öðrum. Mér finnst þetta kerfi okkar orðið svo dauðrotið og ómanneskjulegt í alla staði, markmiðið virðist vera að breikka bilið sem allra mest á milli fátækra of forríkra.
Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.