Óhugnanleg refsing.
6.5.2008 | 21:37
Alltaf finnst mér jafn óhugnanlegt þegar svona refsingum er beitt,
mín persónulega skoðun er sú að ekki eigi að launa ofbeldi með ofbeldi.
Mér finnst einhvervegin að með því að drepa manninn jafnvel þó hann sé dæmdur morðingi sé nákvæmlega sami glæpurinn og hann var dæmdur fyrir.
Fyrsta aftakan í sjö mánuði í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ósammála, þegar við ræðum um siðferði þess að drepa aðra manneskju, hlýtur ástæðan/hvatinn/rökin fyrir drápinu að vera það eina sem skiptir máli, það er einfaldlega ekki hægt að bera saman barnsdrápi til að svala einhverri fýsn saman við það þegar samfélagið tekur sig saman og býr til lög sem heimila aftökur þessa hóps manna.
Arngrímur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:15
Sammála þér ofbeldi leysir engin mál og ekki á að refsa fyrir ofbeldi með ofbeldi. - Dauðarefsingar eiga ekki að þekkjast.
Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.