Göt út um allt

Mikið lifandis skelfing er ég lukkuleg með að börnin mín eru ekkert í svona götunardæmi. Sjálf hef ég fengið heiftarlegar sýkingar í eyrnagötin, fyrst gerðum við vinkonurnar göt í hvor aðra með saumnál fyrir ansi hreint mörgum árum, þá gróf svo skuggalega í öllu saman að eyrun á mér löfðu niður á axlir, þannig að ég lét bara gróa fyrir götin í það skiptið. En þar sem ég var náttla þræll tískunnar linnti ég ekki látum fyrr en ég var búin að grafa upp einhverja norn sem tók að sér að gata eyru saklausra unglingsstúlkna, og ó may God! Hún vísaði mér inn á baðherbergi heimilisins og skipaði mér að setjast á klósettið, ég þorði ekki annað en að hlýða norninni en spurði samt hvort vinkona mín "sem kom með til að fá göt í sín eyru" mætti ekki vera hjá mér á meðan, en nei hún hélt nú ekki, hún varð að gjöra svo vel að bíða frammi á stigagangi þar til að henni kæmi.

Ekki entust nornargötin mikið lengur en hin, það kom bullandi sýking í draslið aftur. Svo lét ég einhvertíma gera göt í þriðja sinn og þau eru enn á sínum stað, man ekkert hver gerði þau.


mbl.is Húðgötun veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband