Tímabært rannsóknarverkefni.

Hvað ætli valdi þessu óeðli? Og ætli ofbeldishneigð manna sem misnota börn sé mikið frábrugðin ofbeldishneigð manna sem nauðga fullorðnum konum?
Ég tel að það sé löngu orðið tímabært að rannsaka þessa ónáttúru.
Það væri nær að setja peninga í þá rannsóknarvinnu heldur en til dæmis það sem fer í að grafa upp mörg hundruð ára gömul bein og annað frá fyrri öldum sem þjónar litlum tilgangi, nema þá þeim að skaffa fornleifafræðingum vinnu, þeir gætu þá gert eitthvað gagnlegra en að húka hálfir ofan í jörðinni með teskeiðar að vopni.

Ef farið yrði af fullum krafti í að rannsaka hvað veldur þessu ómannlega eðli, sem því miður virðist hrjá allt of marga, væri jafnvel hægt að fækka þeim, þetta er svo hrikalega mikið óeðli og eyðileggur líf svo margra að það hlýtur að vera rannsóknarvert, það hlýtur líka að vera réttlætanlegt að moka beinlínis peningum í svona rannsóknir, það finnst mér alla vega.


mbl.is Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég er sammála þér svosem en vildi bara benda þér á að drengir eru líka fórnarlömb og konur eru líka gerendur í svona málum.Einhliða umræða gerir gott málefni vont.Friður.

Haraldur Davíðsson, 6.5.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vá hvað ég er sammála þér.  Það er svo löngu tímabært að rannsaka fólk sem hefur slíkar kenndir og athuga hvort hægt sé að hjálpa þeim.  Mögulega þarf ekki mikið til, en fyrsta skrefið er alltaf að viðurkenna vandan.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.5.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: hofy sig

Drengir eru svo sannarlega fórnalömb í svona málum, um það hef ég aldrei efast, og mikið rétt konur eru líka gerendur, ég hef ekki orðað þetta nógu skýrt. Sorry.
Það er einmitt það sem þarf, að viðurkenna vandann, fórnalömbin græða ekkert á grimmilegum hefndum frekar en aðrir, það gleymist oft að best er að finna rót vandans og vinna svo út frá því.

hofy sig, 6.5.2008 kl. 17:48

4 identicon

Karlmenn eru í miklum meirihluta gerendur og hafa ávallt verið. Það eru til rannsóknir um þessi mál á háskólabókasafninu, eins sorglegt og það hljómar í ljósi þessarar fréttar.

Linda (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband