Dapurlegt.
6.5.2008 | 12:38
Dapurlegt er hvað almenningur er orðin freðin gagnvart ofbeldi,
mér finnst þetta samt alveg ótrúlega svæsið,
ég meina það er verið að nauðga konunni í viðurvist fjölda manns.
Hvað ætli sé langt í að svona lagað verði látið afskiptalaust
á Íslandi?
Kannski ekkert mjög langt, því miður.
![]() |
Nauðgað á götu í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu að ásaka vegfarendur um að vera "...freðin gagnvart ofbeldi..."? Það er ekkert í fréttinni sem bendir til þess að vegfarendur hafi látið þetta afskiptalaust. Þvert á móti þá hringdu þeir á lögreglu þegar konan bað manninn að láta sig í friði. Síðan hljóp ofbeldismaðurinn á brott þegar vegfarendur gerðu hróp að honum.
Ólafur Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 13:24
Honum tókst nú samt að nauðga konunni þannig að ekki hafa þessi hróp verið gerð um leið og hringt var á lögregluna.
Guðrún (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:09
Guðrún: Það kemur ekki fram í fréttinni tímaröð atburðarrásar þannig að þú ættir ekki að vera fullyrða neitt.
Gutti (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:45
Ólafur. Já ég er að segja að vegfarendur séu oft á tíðum afskiptalausir gagnvart ofbeldi, og það er nú hreint ekki eitthvað nýtt.
Lastu ekki fréttina? 'Eg las 28 ára konu var nauðgað að VIÐSTÖDDUM vegfarendum, svo er sagt að einhver hafi hringt á lögreglu eftir að konan bað mannin um að hætta.
hofy sig, 6.5.2008 kl. 18:06
Ég er alveg sammála þér að oft á tíðum eru vegfarendur afskiptalausir gagnvart ofbeldi en ég held að þú hafir verið full fljót að dæma þetta tilviki. Það má segja að þetta séu fordómar. Það er ekkert sem segir í fréttinni að fólkið hafi staðið og fylgst með af áhuga yfir meintri nauðgun. Ég var ekki á staðnum og get ekki dæmt þetta fólk sem láti ofbeldi afskiptalaust.
Ólafur Guðmundsson, 7.5.2008 kl. 09:55
í svona aðstæðum getur komið upp sálfræðilegt fyrirbrigði sem nefnt er bystander effect og þar kemur m.a. inn dreifing ábyrgðar. og því fleiri sem verða vitni því minni líkur eru á að einhver komi til hjálpar.
http://en.wikipedia.org/wiki/Bystander_effect
en engu að síður er fólk orðið ansi firrt ef samkenndin nær ekki lengra en að hringjas á lögregluna.
Enn eitt dæmi um hvernig það er orðin lærð hegðun og undirgefni að láta lögregluna og ríkisvaldið sjá um hlutina í stað þess að taka ábyrgð á eigin lífi.
Arnar (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.