Svo erum við að kvarta.
6.5.2008 | 07:50
Svo erum við að kvarta, hræðilegar aðstæður mæðra og barna víða í heiminum vekja svo sannarlega ugg í mínu brjósti, 26.ooo börn deyja á dag við fæðingu eða úr kvillum sem auðveldlega er hægt að lækna eða koma í veg fyrir. Og árlega deyja 500.000 konur vegna þungunnar eða barnsburðar. Konur geta ekki búist við að lifa lengur en í 45 ár þar sem ástandið er verst.
Svo fá þær litla sem enga skólagöngu.
Þetta eru svo sannarlega hrikalega sorglegar og daprar fréttir, og svo ósangjarnt eitthvað. Það versta er að ekkert bendir til að ástandið sé eitthvað að fara að lagast.
Svo fá þær litla sem enga skólagöngu.
Þetta eru svo sannarlega hrikalega sorglegar og daprar fréttir, og svo ósangjarnt eitthvað. Það versta er að ekkert bendir til að ástandið sé eitthvað að fara að lagast.
![]() |
Ísland niður um eitt sæti á lista yfir stöðu mæðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.