Svo er hægt að taka á móti útlendingum.

Það verður nú að segjast eins og er, að ekki er það nú sérlega gæfulegt ástandið sem er að verða hér á Skaganum í atvinnumálum, það sem mér finnst svo alveg stórfurðulegt er að hingað kemur kannski hópur flóttamanna á næstunni. Fólki er sagt upp störfum hér í stórum stíl, samt telja menn sig í stakk búna til að taka á móti hópi útlendinga. Það er nú ekki eins og hér sé eitthvað lítið af útlendingum fyrir, Pólverjar í öðru hvoru húsi. Ég hef persónulega ekkert á mót flóttafólki, var svona meira að spá í við hvað þetta fólk á að vinna ef það kemur, dóttir mín þarf að sækja vinnu með skóla og sumarvinnu til Reykjavíkur af þeirri einföldu ástæðu að hér er enga vinnu að fá.


mbl.is Sakar HB Granda um fantaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband