Mannskaðadagur.

Gleðilegan 1. maí. Eða segir maður það ekki annars?
Þetta er svo sem ekki neinn frídagur lengur, verslunarfólk á varla frí frekar en aðra daga, reyndar eru allar Bónus verslanirnar lokaðar í dag og er það til fyrirmyndar að mínu mati.
Ég átti ekki frí, þurfti að fara að bera út eldsnemma í morgun, sem er svo sem ekkert til að kvarta yfir enda er þetta mín daglega líkamsrækt, ég er líka orðin háð þessari hreyfingu, ég er eitthvað svo agalaus að ég verð að þurfa að fara af stað, annars myndi ég sko bara fara í 20 stiga hita og sól, sem sagt aldrei"Tounge

Ég var að glugga í bókina Dagar Íslands, og fletti upp á 1. Maí.
Árið 1615 Áttatíu manns fórust með þrettán skipum í aftakaveðri á Breiðafirði.
Árið 1897 Ofsaveður á norðan með hríð og frosti hófst þennan dag og hélst í nokkra daga. Í veðrinu fórust fimm skip með 54 mönnum. Flestir voru þeir frá Eyjafirði og Patreksfirði.
1922 Strandferðaskipið Sterling strandaði utan við Brimnes í mynni Seyðisfjarðar. Mannbjörg varð. Sterling var fyrsta strandferðaskip í eigu ríkisins.
1965 Þyrla sem var á leið frá Hvalfirði til Keflavíkurflugvallar fórst við Kúagerði, sunnan Hafnafjarðar, og með henni fimm menn, þar á meðal æðstu menn varnarliðsins, þetta var fyrsta þyrluslysið hér á landi þar sem manntjón varð.

Mér fannst þetta soldið merkilegt, öll þessi slys á 1. Maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband