Öss brjálað rok á Nesinu.

Ég keyrði einmitt fram hjá þessum áðan þegar ég var að koma úr Reykjavíkinni.
Og mér brá, ég vissi eiginlega ekki hvor okkar vara að keyra bílinn minn, sko ég eða Kári.
Það er nú meira andskotans rokið á Kjalanesinu þessa dagana,
við mæðgurnar sungum alla leiðina í Bæinn svo við urðum ekki eins mikið varar við skætinginn í veðrinu, en á heimleiðinni vorum við of þreyttar til að nenna að syngja, enda fóru fölsku tónarnir hans Kára ekki fram hjá okkur þá.
Ég mátti þakka fyrir að þurfa ekki að klippa þvottinn niður af snúrunum hjá mér áðan, hann var nebbla svo margvafin utan um þær,
ég trúi að þetta rok sé búið í bili.Smile

mbl.is Fauk út í skurð á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Var einmitt að keyra þarna undir Esjunni áðan.  Alveg kolvitlaust rok. 

Þorsteinn Sverrisson, 30.4.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Já farðu varlega.

Gunnar Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband