Já einmitt!
28.4.2008 | 20:48
Já sæll! Það er nokkuð ljóst að ef ég ætlaði að eyða 12000 kalli í kjötmáltíð ofan í mig eina myndi ég splæsa í allt annað en hamborgara. Hitt er svo aftur annað mál að mér myndi aldrei detta slíkt í hug, annað ef um súkkulaði væri að ræða, ég gæti náttla alls ekki staðist sollis flotterí.
Mér finnst bara algjör sóun á úrvals nautakjöti að hakka það og klessa saman í hamborgara. Ég vil fá að borða það áður en það fer í hakkavélina.
Hamborgari á 12.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.