Lúserar

Ef að þetta er satt og rétt þá held ég að löggan ætti nú aðeins að staldra við og skoða hvað það er sem veldur því að hún höndlar ekki aðstæður. Mér finnst lögreglumenn sýna algjört dómgreindarleysi hvað eftir annað án þess að þurfa að taka afleiðingunum. Þeir hreinlega missa sig í tíma og ótíma, haga sér eins og illa siðaðir uppkvöðulsseggir. Mér finnst eitthvað svo hallærislegt að sjá þegar lögga sleppir sér í hasar og læti, fæ á tilfinninguna að þeir séu að láta gamlan draum rætast, draum um að stjórna og drottna yfir öðrum. Þeir minna á litla lúsera sem eru enn að leika sér í löggu og bóvó.
mbl.is Lögreglan eyddi gögnum af farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er nákvæmlega málið

Haraldur Bjarnason, 25.4.2008 kl. 19:38

2 identicon

Það eru svona atlvik sem grafa undan öllu trausti til yfirvaldsins.

Minnir mig á gamla slagorðið "Hjálpaðu löggunni og lemdu sjálfan þig" 

Auðunn Kristbjörnsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:25

3 identicon

Ríkissaksóknari hvítþvær þetta mál og vill ekkert aðhafast í þessu eins og venjulega þegar meint ofbeldi lögreglu á sér stað.

Sigurbjörn Benediktsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:28

4 identicon

Ætli þetta hafi ekki verið sömu löggur og drápu hundinn Lúkas fyrir norðan?

Hvernig stendur á að fólk gleypir svona fréttir í sig. Ég verð nú að segja að ég leyfi mér að deila í sögu mannsins með 15 áður en ég tek nokkru orði trúanlegu. Afhverju? Jú, hvers konar maður stendur aðgerðalaus og tekur video af slaksmálum. Já, aumingjans blessaði saklausi góðhjartaði maðurinn sem vondu löggukarlarnir réðust á á samúð mína alla.

Jón (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband