Kjánar!
24.4.2008 | 15:17
Svei mér þá alla mína daga! Er þetta ekki komið út í einhver meiriháttar kjánalæti? Alla vega fékk ég nettan kjánahroll yfir sjónvarpsfréttunum í gærkvöldi, mér finnst bæði mótmælendur og löggan haga sér eins og fullkomnir hálfvitar. Á tímabili hafði ég á tilfinningunni að ég væri að horfa á afspyrnu lélega bíómynd.
Þvílíkt stjórnleysi á báða bóga...Ég held ég tjái mig ekki frekar um þessi skrípalæti..
Mættir í skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já mér finnst að fólk megi nú alveg slaka sér aðeins. Að mínu mati hefur löggan verið ótrúlega þolinmóð gagnvart þessu öllu saman. Það má vel vera að það hafi verið gengið heldur langt í gær, en það gerðu mótmælendur ekki síður. Ég er ekki viss um að vörubílstjórar hafi verið mikið í þeim hópi þar sem mér sýndist þetta nú að mestu vera hormónaóðir unglingar að fá útrás, allavega svona undir lokin. Ég styð málstað bílstjóranna, sem er í raun málstaður okkar allra, en svona uppákomur hjálpa á engan hátt til.
Hildur (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.