Hundar er trygglyndustu vinirnir.

Þefskin hunda er lygilega næmt, það  er hundrað sinnum næmara en mannsins. Sá hluti heilans sem stjórnar lyktarskyni hundsins er mun stærri en í manninum. Hundar hafa líka mjög góða heyrn og heyra hljóð sem eru langt utan við heyrnarsvið mannsins, þeir geta líka lokað innri hlustinni til að verja sig fyrir truflandi hávaða sem er náttla bara brilljant. Bragðskyn þeirra er aftur á móti lélegt, ef þeir eru ekki fóðraðir og verða að finna sér æti sjálfir, éta þeir nánast allt sem að kjafti kemur. Hundar eru endalaust trygglindir, við þurfum að endurgjalda tryggðina með umhyggju, öryggi og virðingu. Það er ekki erfitt að elska hundinn sinn, hundar eru í eðli sínu einfaldar skepnur, þakklátir fyrir að fá mat, heimili og ást, þeir eru algjörlega lausir við að gagnrýna okkur mennina og sýna okkur takmarkalausa tryggð.

Vá! þetta átti ekki að verða svona langt, það er bara svo gaman að skrifa um hunda, en hundarnir sem fundu litla barnið hafa mjög sennilega verið svangir, enda flækingshundar sem enginn lét sér annt um né sá um að gefa þeim að éta, trúlega hefðu þeir étið barnið ef engin hefði orðið þeirra var, það hefðu þeir ekki gert af grimmd heldur af hungri, hundar eru upprunalega veiðidýr og hópdýr, sá sterkasti ræður, þeir virða yfirráð þess sterkasta í hópnum "fjölskyldunni" Enda er úlfar forfeður hundanna.

Grimmdin sem varð þess valdandi að litla barninu var einfaldlega hent á leðjuhaug til þess að deyja af hungri á kvalafullan hátt, er mannanna verk.Eitthvað er það sem fær mæður til að henda börnunum sínum, eitthvað sem við ekki skiljum, grimmd manneskjunnar, örvænting mæðranna hlýtur að vera ólýsanleg fyrst hún er sterkari en móðurástin, það er alla vega eitthvað hrikalega brenglað í samfélagi þar sem svona lagað er bara algengt.

Jæja nóg komið.


mbl.is Flökkuhundar björguðu lífi barns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband