Ekki er hún gæfuleg
22.4.2008 | 11:16
Ekki er hún nú gæfuleg frú Hillary Clinton, það er ekkert verið að spara stóru orðin, bara tilbúin í að útríma heilli þjóð. Almáttugur! vonandi kemst þetta stríðsóða glæpakvendi ekki á forsetastól. Það virðist vera heilagt takmark hjá henni eins og mörgum löndum hennar að ráðast á Íran. Mér finnst hún ekki hafa neitt með völd að gera þessi manneskja.
Ég vil að Íranir viti, að ef ég verð forseti munum við
ráðast á Íran.
Ekki beint friðelskandi kona þarna á ferð.
Mér verður bara illt af tilhugsuninni einni
um að hún komist til valda.
Hún ætti að heimsækja Guantanamó fangabúðirnar
sem landar hennar komu á laggirnar, kannski væri
það ekki til neins, ekki víst að það myndi
hreyfa neitt við henni.. Ætli það sem fram fer
þar sé ekki einmitt það sem hún vill?
Oj bara svona kellingar...
Clinton hótar Írönum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finnst ég hafa heyrt forseta Írana margsinnis hóta ad thurrka út ísraelsku thjódina bara svona upp úr thurru og án undangenginnar kjarnavopnaárásar. Hafa skriffinnar hér kippt sér mikid upp vid thad?!!
Kassandra
Kassandra (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:58
Ég las alla fréttina, ég get bara ekki lagt blessun mína á stríð, sama á hvaða forsendum það er háð. Að svara ofbeldi með meira ofbeldi er bara ekki rétt að mínu mati, ekki það að ég sé einhver séffi í þessu stríðsbrjálæði öllu, langt því frá. Mér finnst svona yfirlýsingar eins og hjá frú Clinton eitthvað svo ólýðræðislegar og ómannúðlegar, það er vaðið áfram með valdabrjálæðisglampa í augunum og hótað öllu illu, það er eitthvað sem getur ekki farið vel......En þetta er bara mín skoðun..hún er ekki endilega sú rétta.
hofy sig, 22.4.2008 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.