Tóm tjara að hér eigi að rigna.
21.4.2008 | 12:24
Ég spái mikilli sól og endalausri sumarblíðu á Íslandinu í sumar. Það rignir lítið hjá okkur svona rétt til að væta gróðurinn trúi ég, enda ætla ég ekki að fara langt, ég ætla að vera á pallinum og sóla mig og sonna. Minnug síðasta sumars er ég dvaldi um mánaðartíma á Spáni í nánast óbærilegum hita langar mig ekkert sérstaklega að yfirgefa klakann í sumar. Ég er líka eitthvað svo sannfærð um að sumarið verður geggjað, ekkert nema blíða og yndislegheit. Ég get varla beðið eftir sumrinu tatarat ta!
Hlýindi í kortunum í sumar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi frétt er eiginlega brandari. Samkvæmt venju má búast við mikilli vætu hér á landi á komandi sumri. Það verður semsagt svalt og vætusamt sumar árið 2008 hér á landi.
Úti í Evrópu verður langt heitt sumar sem verður leyst af af mildu hausti. Evrópubúar munu dæsa vandlætingarlega næsta haust um að það verði nú að fara gera eitthvað í gróðurhúsavandanum, en um leið munu þeir minnast sólskinsdagana á ströndinni og löngu hlýju kvöldana þegar þeir sátu úti í garði hjá sér og nutu sumarblíðunnar langt fram á nótt. Þrátt fyrir allt þvaður um gróðurhúsaáhrif, munu þeir strax hlakka til næsta sumars og ilja sér yfir minningunum um löngu hlýju kvöldin og góðviðrisdagana á ströndinni sumarið á undan.
Hérna á Íslandi hinsvegar munum við bara hafa tvær árstíðir, haust og vetur, það er engin hætta á öðru þrátt fyrir dómsdagsspár um hlýnun Jarðar. Allt verður við það sama, svalar vætutíðir og rok.
Hérna er kannski viðskiptatækifæri. Hvernig væri að bjóða sveittum Evrópubúum að koma hingað til að kæla sig niður? Hægt væri að markaðssetja Ísland sem; "The coolest place on Earth, where wet weather can be guaranteed for all visitors, and as a bonus, you will get an absolute minimum of sunshine!" - Avoid sunburning, cool down in Iceland! - you will hardly see the Sun there!"
Veturliði Sumarliðason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 13:21
Þú ert greinilega ekki að norðan, Veturliði Sumarliðason... :)
Illugi (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:17
Ó nei ég er ekki að norðan, ég er einnig haldin ólæknandi jákvæðni og bjartsýni, ef við brosum framan í heiminn brosir hann framan í okkur.
Um að gera að trúa bara á eitthvað gott, þar með talið veðrið í sumar.
hofy sig, 21.4.2008 kl. 15:16
Ég ætla rétt að vona að hann hangi þurr á Skaganum í sumar. ég bý að vísu fyrir norðan en reikna með að vera á Skaganum í talsverðann tíma í sumar. Manni verður nú varla boðið upp á rigningu loksins þegar maður snýr heim aftur. - Langtímaveðurspár eru svo vitlausar að ekki er einu sinni hægt að treysta því að þær séu vitlausar. - kveðja að norðan úr sólinni.
Haraldur Bjarnason, 21.4.2008 kl. 15:45
Það er nú bara alltaf sól og blíða hérna á Skaganum
hofy sig, 21.4.2008 kl. 21:23
Þóttist vita það!!!
Haraldur Bjarnason, 21.4.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.