Til hvers vegatollur?

Lækkun já en samt allt of hátt verð, mér finnst persónulega mjög fúlt að fólk sem býr hér á Akranesi og nærsveitum skuli þurfa að borga vegatoll til þess að sækja vinnu eða skóla í Reykjavík. Það var auðvitað mikil framför þegar við fengum strætó sem keyrir á milli, en hann fer bara of fáar ferðir á dag og henta þar af leiðandi ekki´nærri öllum sem sækja vinnu og skóla í borginni. Dóttir mín þarf stundum að bíða í 2 klukkutíma eftir bílnum sem mér finnst alveg skelvilegt. Ég skil ekki af hverju hann gengur ekki allan daginn eins og aðrir vagnar á höfuðborgarsvæðinu, þessi stopp sem eru í 3 klukkutíma í einu eyðileggja alveg þennan möguleika fyrir fullt af fólki.
mbl.is 6% fleiri fóru um göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband