Skelfileg þróun.
21.4.2008 | 07:33
Engar skýringar hafa fundist, ýskiggilegt finnst mér. Við erum að tala um 19 manns frá því í janúar á síðasta ári, eitthvað hlýtur að vera þess valdandi að svona mörg ungmenni í einum og sama bænum hafi tekið líf sitt á rétt rúmlega einu ári. Vonandi verður hafin ýtarleg rannsókn á þessum tíðu sjálfsvígum ekki seinna en núna og gerðar úrbætur ef það er í mannlegu valdi, það er örugglega hægt að bjarga mannslífum þarna ef menn komast að rót vandans og bregðast við í samræmi við það.
Þetta er skelfileg þróun sem verður að bregðast við á einhvern hátt.
Nýtt sjálfsmorð í welskum bæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er bara leiðinlegat að vera þarna. Og þau sjá greinilgea ekki fyrir að sleppa þaðan heldur.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.4.2008 kl. 13:06
Það eru nokkur ár síðan að maður á Djúpavogi hengdi sig í krana þar í bæ. Hann skildi eftir miða sem á stóð: Það er skárra að hanga hér en á Djúpavogi..
Kannski er bara svona leiðinlegt að búa þarna
Örvar (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:07
Mér finnst þetta nú ekki neitt til að djóka með, hingað til hef ég ekki heyrt um neinn sem tekur líf sitt út af tómum leiðindum. Það er vafalaust eitthvað mun alvarlegra sem kemur fólki til að ganga alla leið.
Þunglyndi á ekkert skylt við dramatík né aumingjaskap
þunglyndi er sjúkdómur rétt eins og sykursýki og krabbamein.
Sjálfsmorð er heldur ekki eitthvað sem þróast rétt eins og
hver önnur tískubóla. Ég er alveg yfir mig gáttuð á ykkar fáfræði.
hofy sig, 21.4.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.