Svæfandi Potter

Ekki hef ég lesið Potter bækurnar, en ég hef horft eitthvað á myndirnar, ekki að ég hafi brennandi áhuga á Harry Potter, það er nú ekki svo gott.
Þegar börnin mín voru minni vissu þau fátt skemmtilegra en að horfa á myndir með mér, svo ég var nauðbeygð til að horfa á hinar ýmsustu ævintýra og teiknimyndir, oftar en ekki dottaði ég svo yfir skemmtuninni börnum mínum til mikillar mæðu. Ég reyndi sonna að sofa með annað augað opið því grísirnir fylgdust grannt með móður sinni og pikkuðu og potuðu um leið og þau urðu þess vör að mamman var fjarri góðu gamni komin inn í sinn eigin draumaheim.Sleeping

Ég verð samt að viðurkenna að ein Potter myndin fannst mér bara nokkuð skemmtileg, það var nebbla sú sem ég náði að horfa á frá upphafi til enda.
Hringadróttinsaga var nú ekki síður vinsæl hjá mínum og auðvitað var ég látin horfa nauðug viljug.....Ég náði meira að segja að sofna á einni af þeim í Bíó, og það í Bíóhöllinni á Akranesi ekkert lúxus dæmi þar, sei sei nei bara gömlu góðu eldhúskollarnir á þeim bænum.....Djók það eru ekki eldhúskollar í Bíóhöllinni, hún er ógó flott, en ég náði samt að steinsofna og kom útsofin og endurnærð úr bíó.. og ekki í fyrsta sinn...Whistling


mbl.is Potter of flókinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband