Bullandi afneitun?

Það eru til peningar í þessu landi, um það efast ég ekki. Hins vegar finnst mér forgangsröðunin ekki alltaf vera að gera sig, það að búa á götunni einn, og yfirgefinn af öllum þeim sem maður elskar er ekki eitthvað sem nokkur maður óskar eftir. Þeir sem eru hrjáðir og hraktir þurfa mest á hæli að halda, það er sorgleg staðreynd að margt götunnar fólk hefur í ekkert skjól að leita.

Formaður velferðasviðs Reykjavíkurborgar er annað hvort í bullandi afneitun á ástandið eða þá að hún er svona svakalega einföld og veit bara ekki betur. Það er pottþétt ekki undir 200 manns á götunni í dag.

Talandi um nóg af úrræðum fyrir fólk, 8 konur í konukoti, 16 manns í Gistiskýlinu, SÁÁ rekur tvö heimili eitt fyrir konur og eitt fyrir karlmenn, þar sem fólk getur búið í 6 til 12 mánuði eftir meðferð, man ekki hvað margir geta verið í einu, en það er enginn fjöldi. Hver eru þessi ýmsu úrræði? það þætti mér gaman að vita.

Mér finnst þetta ástand óviðunandi og til skammar.


mbl.is Heimilislausir fleiri en borgin telur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband