Skuggalegt.

Hræðilegt að svona skuli vera að gerast, og skuggalegt hvað þetta er komið nálægt okkur hér á þessu litla landi. Einhvernvegin er það nú þannig að þegar svona hrikalegir atburðir gerast svona nærri manni þá hreyfir það meira við manni. Ég fæ samt alltaf sting í hjartað þegar ég frétti af illri meðferð af börnum, sama hvar í heiminum það er. Sjálf "á ég" einn 7 ára gutta, hann Elqvin frá Venúsela sem ég styrki með mánaðarlegum greiðslum, ekki get ég nú sagt að ég finni fyrir þessum krónum sem ég borga til að hann geti átt heilbrigt líf þessi litli drengur, ég verð svo ósegjanlega glöð þegar ég fæ myndir og bréf frá litla krúttinu. Þetta eru svo litlar upphæðir sem þarf til að gefa börnum möguleika á mat, fötum og skólagöngu, allt eru þetta hlutir sem okkar börnum finnst sjálfsagt sem betur fer, þannig á það líka að vera. Ég held að mánaðargreiðsla sé um það bil 4 eða 5 sígarettupakkar........Og hver hefur ekki efni á því?


mbl.is Tvö handtekin vegna mannráns í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband