Erill, erill

Ágætt að nóttin hafi gengið vel á Akureyri, dóttirin á þessu heimili er komin í rútuna, það var nú alveg á nippinu að hún næði en það tókst, ég fór í símann og talaði við leigubílastöðina og þar voru menn allir af vilja gerðir, en svo var allt í einu far komið og mín upp í bílinn í einum grænum.

Ég gaf mig ekki hænufet með það sem við mæðgur höfðum samið um, í rútuna skyldi mín með góðu eða illu Wink vinkonurnar máttu nebbla allar, allt í einu fara í einkabílum heim á Skagann. Hins vegar ákvað ég að láta ekki undan suðinu í þetta sinn, mér finnst bara einhvernvegin ekki rétt að krakkar sem eru kannski búnir að vera með bílprófið í einn mánuð eða tvo séu að keyra um norðlenskar heiðar þegar allra veðra er von, nú svo eru þau nú í misjöfnu ástandi eins og gengur eftir atburði næturinnar. En nóg um það. Stundum er bara of mikið í húfi, mér finnst líka að ef að við foreldrar erum á annað borð að leyfa krökkunum að fara, þá erum við ekki of góð til að fylgja eftir því sem við höfum ákveðið, ég skil ekki með nokkru móti hvað er eiginlega að því að taka rútu ef það er í boði, jú jú það er eitthvað dýrara en common! Merkilegt að foreldrar geti ekki staðið saman, ekki einu sinni í svona málum, svo erum við alveg hissa á blessuðum unglingunum.

Jæja þá er ég búin að blása út og málið er dautt.Smile


mbl.is Erill hjá lögreglunni á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Get ímyndað mér að eitthvað hafi gengið á í bænum í nótt. Mikill fjöldi gesta í bænum, bæði eldri og yngri. Gaman að svona hátíðum og líka gaman að heyra af svona foreldrum unglinga sem eru að koma í heimsókn. Ég er einmitt með elsta barn 13 ára stelpu, þannig að ég er að fara inn í þetta umhverfi hægt og rólega. Nei það er ekki rétt, það líður allt of hratt. En allavega það skiptist vissulega á tilhlökkun og kvíði í huga minum. Gott að allt gekk vel hjá krökkunum og rétt hjá þér að treysta ekki heiðum landsins fyrir börninum þínum , nema með vönum bílstjórum

Anna Guðný , 13.4.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: hofy sig

Það er einmitt oftast gaman að ala upp og fylgjast með unglingunum sínum, en maður verður bara að standa með sjálfum sér, setja þeim raunhæf mörk og fara eftir þeim.

hofy sig, 13.4.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband