Hugleiðing inn í nóttina
11.4.2008 | 23:50
Jæja þá! Held það sé best að rúlla sér upp í rúm og svífa inn í draumalandið. Var að tala við Svandísina mína, hún er komin til Akureyrar og það púnteraði ekkert á leiðinni, búin að fá sér eina með öllu nema koktel og kók í bauk stúlkan, nei jók hún borðar ekki pulsur og drekkur ekki kók. Alveg synd að vera stödd á Akureyri og geta ekki keypt sér kók í bauk né fengið sér eina Akureyska með öllu nema koktel, fá svo mæru fyrir afganginn takk. En hún vissi að mæra fæst bara á Húsavík sú stutta, svona hefur mamman frætt frætt dömuna vel í norðlenskunni.
Jamm og jæja! Jóhanna Norska, ef þú lest ennþá bloggið mitt settu þá netfangið þitt í commentið hjá mér, ég er nebbla komin með nýtt símanúmer.
Smá hugleiðing inn í nóttina.
Eefið lífsreynsla í fortíð minni átti sér tilgang.
Ég mun sannfærast um gildi hennar og ég mun
treysta því að öll reynsla mín í dag sé mér nauðsyn
núna.
Æðri máttur mun leiða mig í gegnum hana.
Góða nótt kæru félagar og sofið rótt.
Gleymið ekki að vera góð við hvert annað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.