Skelfileg refsing
11.4.2008 | 22:40
Mér finnst alveg forkastanlegt að halda manninum í einangrun hvort sem hann er sekur eða saklaus. Ég sé heldur alls ekki hvaða tilgangi það á að þjóna. Ég er að reyna að ímynda
mér þá skelfingu sem þessi ungi maður hefur búið við síðastliðna mánuði, og ég bara get það ekki enda ekki reynt neitt í líkingu við það.
Vonin getur leitt okkur langt, en þegar þú ert lokaður inni aleinn og yfirgefinn held ég að góðar hugsanir séu víðs fjarri. Stundum koma tímar í lífi okkar sem við ráðum ekki við, stundum virðast vandamálin óyfirstíganleg og við missum alla stjórn á þeim aðstæðum sem við höfum komið okkur í, fæst okkar lenda sem betur fer í eins skelfilegum aðstæðum og þessi maður, aðeins 25 ára gamall. Að vera manneskja þýðir að við gerum mistök, ég trúi að það sé tilgangur með lífi sérhverrar manneskju, ég trúi að þessi maður sé ekki endilega neitt verri manneskja en ég. Lífið er ferli sem inniheldur vandamál sem er ekki alltaf auðvelt að leysa. Ef vandamálin eru vandlega einangruð er ekki nokkur leið að leysa þau, auðvitað á drengurinn að taka út sína refsingu, rétt eins og aðrir sem brjóta af sér, en aðfarir sem þessar eru ekki til þess fallnar að bæta nokkurn mann, heldur þvert á móti þetta er mannskemmandi og andfélagsleg refsing að mínu mati.
Einangrunarvist gerir engum gagn, hún bætir ekki nokkurn mann og þegar upp er staðið tapa allir.
![]() |
Fundinn sekur í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála þér, ég vorkenni aumingja stráknum...
bergur (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 00:04
Hann á þennan dóm fyllilega skilið, og einangrunin,, fínt mál.. hann var ekki á götunni á meðan að eitra fyrir börnunum okkar og öðrum.... Og þessi 7 ára dómur.. Frábært mál... Hann tók þátt í þessum smygli af fullri vitund, og á bara heima í steininum.... Gott hjá Færeyingunum.....
Kristín (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.