Rosalega er ég ekki hissa.

þetta er einmitt ein aðal ástæðan fyrir minni léttu lund, ég hef alla mína hunds og kattatíð séð um heimilisstörfin á mínu heimili, bæði meðan ég var í sambúð og líka núna þegar ég er ekki í sambúð, þó kemur nú fyrir að afkvæmin mín rétti mér hjálparhönd, yngsti meðlimurinn er yfirruslakall, hefur það vandasama verk með höndum að fara með heimilisruslið út í öskutunnu. Stelpan mín raðar úr uppþvottavélinni, svona oftast nær. Ástæðan fyrir því að börnin mín sjá um þessi verk er sú að mér finnst þau svo afspyrnuleiðinleg, svo finnst mér reyndar líka hrikalega leiðinlegt að strauja, enda sleppi ég því alveg, þurrkarinn og útisnúrurnar sjá um strauiríið á þessu heimili.

Öll önnur húsverk finnst mér bara alveg bráðskemmtileg, nema kannski að skipta á rúmunum, börnin mín eru líka liðtæk á þeim vettvangi. Ég veit fátt leiðinlegra en að kúldrast innan um drasl, drullu og skít, bara ekki fyrir mig.

En það sem ég vildi sagt hafa er nebbla akkúrat þetta með geðheilsuna, karlmenn eru margir hverjir (alls ekki allir) svo andskoti geðfúlir og uppstökkir af því að þeir eru svo óþolandi latir þegar kemur að húsverkunum, aftur á móti erum við konurnar alltaf eitthvað svo léttar og skemmtilegar....LoLLoL

Þannig að ég er ekki hissa á að heimilisstörfin bæti geðheilsuna.


mbl.is Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband