Þjóðarskömm

Heilbrigðisráðherra fær mitt hrós í dag, betra að hann væri öflugri á öðrum sviðum í heilbrigðisgeiranum líka. Ég hef persónulega reynslu af starfsseminni á BUGL, eitt af mínu börnum er að fá frábæra þjónustu þar. Þarna er valin maður í hverju rúmi, starfsfólkið er í alla staði til fyrirmyndar og hefur svo sannarlega hjálpað okkur mikið, mér finnst svo sorglegt að fárveik börn og unglingar skuli þó þurfa að bíða í að minnsta kosti 3 mánuði eftir meðferð, í þessum geira ættu ekki vera neinir biðlistar, það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem veikir eru að þurfa að bíða úrræðalausir í heila 3 mánuði.

Persónulega finnst mér það ekkert annað en þjóðarskömm að við séum með biðlista á svona stofnun, það er nógu skelfilegt fyrir barn að vera andlega veikt, en að fá ekki hjálp við sínum veikindum er enn skelfilegra.


mbl.is Biðlistar BUGL hafa styst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband