Sunnudagshugvekja

Eins og þeir sem mig þekkja, vita að ég er ekki mjög sleip þegar kemur að tæknilegum tilfæringum, meira svona á mannlega sviðinu. Ég var sum sé að fatta hvernig ég get sett inn myndir á bloggið, já núna fyrst, ha ha ha LoL

Ég á nú eftir að fínpússa þessa nýju uppgötvun mína, fikta meira og læra meira. En helgin bara að verða búin og allt, hún hefur verið fín hjá mér, var með litla ömmuprinsinn á föstudagsnótt og við höfðum það geggjað kósí. Verst hvað hann Polli minn er hrikalega afbrýðisamur, ég var búin að fara með gaurinn upp í fjall og leyfa honum að hlaupa, hann hljóp stanslaust í meira en klukkutíma upp og niður út og suður, en það var ekki að breyta neinu, um leið og Haukur mætti á svæðið umbreyttist litla kvikindið med de samme.

En það er ekkert skrítið, Polli er vanur að vera númer 1 og finnst erfitt að deila athyglinni. Ausa sys var að hringja og bjóða Pollaling í fjallgöngu, þau ætla að skunda á Akrafjall, hvað annað? Ég og heimasætan ætlum hins vegar að skutlast í fermingaveislu, þá þriðju þetta árið, við ætlum að taka Hauk yfirkrútt með okkur. Snorri afmælisbarn ætlar að heimsækja pabba sinn, svo það verður barasta enginn heima á Holtinu á eftir. Svandís er í ræktinni, munur ef ég hefði drullast með henni... en nei nei ég nennti því náttla ekki, best að fara að græja sig fyrir veisluna.

Bæjó spæjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband