Mamma elskar fisk.
5.4.2008 | 16:19
Móðir mín er mikill fiskaðdándi, svo mikill að manni hreinlega ofbýður nú stundum, hún tekur nebbilega fisk fram yfir kjöt og allt, hún myndi glöð vilja borða soðna ýsu á sjálfum jólunum. Þannig að fólk getur núna hætt að furða sig yfir mínum yfirburðagáfum, ég er nokkuð viss um að hún mamma mín hefur ekki slegið slöku við í fiskiátinu á meðgöngunni.
Aftur á móti er ég ekki nógu dugleg að borða fisk, finnst hann samt góður, það er að segja ef hann er góður, en soðin ýsa fer ekki inn fyrir mínar varir, alla vega ekki með mínu samþykki, borðaði hana þegar ég var krakki, stappaða með miklum kartöflum og slatta af tómatsósu....
Fiskur gerir börnin greindari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.