Fáránlegt.
4.4.2008 | 08:29
Mér finnst fáránlegt að það geti verið geðþóttaákvörðun presta og forstöðumanna trúfélaga hvort þeim þóknist að staðfesta samvistir samkynhneigðra, nógu klikkað er að fólk megi ekki giftast í hinum heilögu kirkjum landsins þeim sem það vill giftast, hvort það er kona og karl, tvær konur eða tveir karlar, get ég ekki séð að komi prestum og prelátum komi það andskotann eitthvað við.
Ég gef lítið fyrir það stendur í Biblíunni, sú bók getur bara ekki verið sönn.
Guð er góður, Guð gerir ekki mannamun og honum er slétt sama um hvort fólk er samkynhneigt, tvíkynhneigt eða gagnkynhneigt.
Það er að minnsta kosti mín sannfæring.
Prestar geti staðfest samvist samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já hver er lógikin í að skapa samkynhneigða til þess eins að hatast út í þá? Ef við trúum á guð og að hann hafi skapað okkur þá er þetta bara út í hött.
Idda (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:42
guð skapaði nú líka barnaperra helduru að hann elski þá jafn mikið og alla aðra?
ekki það að ég sé að segja að samkynhneigð sé eitthvað slæmur hlutur bara benda á rökin skiluru.
Finnst samt frekar asnalegt að samkynhneigðir vilja fá að gifta sig í kirkjum ef kirkjan er svona á móti þeim, ekki vil ég umgangast fólk sem er á móti mér. Finnst reyndar hjónaband frekar asnalegur hlutur yfirhöfuð en hey hver um sitt
hrefna (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:03
Bíddu, getur þessi bók ekki verið sönn? Það liggja fyrir sagnfræðilegar heimilidir, margstaðfestar af fornleifafræðingum og sagnfræðingum að maður að nafni Jesú hafi gengið hér á jörðu og boðað hið margumtalaða fagnaðarerindi. Mér skilst að það liggja fyrir fleiri sögulegar sannanir fyrir tilvist Jesú heldur en sjálfum Júlíus Sesar og ekki dettur neinum í hug að efast um að sá maður hafi verið uppi.
Já, já, en það hinsvegar hentar sumum ágætlega að pikka bara út það sem það hentar hverju sinni og horfa síðan framhjá hinum sem það er ekki sammála?
Magnús V. Skúlason, 4.4.2008 kl. 09:04
Mér finnst ótrúlegt að nokkur ANNAR en presturinn ákveði þetta. Mér finnst að ef einn prestur neiti, þá geti fólk einfaldlega leitað til annars. En lagalegar kringumstæður í dag eru auðvitað þær að prestar geta ekki gift samkynhneigða, hvort sem þeir eru hlynntir því eða ekki. En mér finnst líka of langt gengið að neyða þá, eða jafnvel bara hvetja, til að gifta samkynhneigð. Samkynhneigð ER Í ALVÖRU synd í kristni, ekki bara í gamla testamentinu heldur ítrekuð í nýja testamentinu (Rómverjabréfi, minnir mig) og þeir sem hafa eitthvað að athuga við það, ættu einfaldlega ekki að púkka upp á kristnina.
Á sama hátt og að mér finnst ekki að ég eigi að geta farið í kirkju og beðið eins og múslimi, vegna þess að kristnin er bara ekki þannig. Hvað geri ég ef ég er múslimi og vil biðja í átt til Mekka á gólfinu? Set ég lög sem neyðir trúfélög til að heimila það? Nei, ég fer einfaldlega ekki í kirkju.
Svo er hitt að kirkjan er ennþá föst við ríkið af óskiljanlegum ástæðum, og það mætti færa rök fyrir því að það sé réttmætt að yfirvöld stjórni slíkri kirkju.
En ég er eiginlega á móti öllum í þessu dæmi. Mér finnst fáránlegt að prestar megi ekki lagalega gifta samkynhneigða, og fáránlegt að samkynhneigðum sé ekki drullusama. Mér finnst þeir bera of mikla virðingu fyrir kirkjunni, persónulega.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:34
Já niður með kirkjuna!!
Iris (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:29
Biblían er gömul skrudda, sem er full af eldgömlum kenningum og löngu úrelt. Sem betur fer hefur margt breyst síðan hún var rituð.
Snákur getur ekki vaxið án þess að skipta um ham. Kjúklingur getur ekki komist út úr eggjaskurninu án þess að brjóta það og opna. Barn getur ekki fæðst án þess að koma úr legi móður sinnar. Þessi eðlilega þróun er nauðsynleg til þess að breytingar geti orðið. Skref fyrir skref koma þær og ekkert getur stöðvað það. Ef Kjúklingurinn hefur ekki styrk til að brjótast út úr eggjaskurninu, deyr hann. Það er réttur tími fyrir allt.Þú getur reynt að koma í veg fyrir breytingar, af því að þér finnst öruggt og traust þar sem þú ert og vilt frekar dvelja innan marka þess sem þú þekkir en að stíga fram í það óþekkta: En innan þeirra marka muntu þjást og deyja. Reyndu að skilja og sætta þig við þörfina á að breytast með öllu sem er að gerast nú á tímum. Opnaðu hjarta þitt. Þakkaðu fyrir breytingarnar og vertu hluti af þeim.
hofy sig, 4.4.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.