Hallæriskeppni

Ekki get ég sagt að ég sé spennt fyrir þessari hallæriskeppni, ég missti áhugann eftir að gleðibankinn, hinn eini sanni sló ekki í gegn í Noregi.  Ég og æskuvinkonur mínar sátum saman laugardagskvöldið 3 mai árið 1986, við vorum í alvöru talað 100% vissar um að ICY flokkurinn væri að fara að taka þetta með miklum yfirburðum, en annað kom nú heldur betur á daginn, 16. sæti, takk fyrir. Vonbrigði okkar áttu sér engin takmörk, við bara sátum sem lamaðar, og hneyksluðumst mikið yfir smekkleysi Evrópuþjóða. Ég hef hreint ekki borið mitt barr allar götur síðan, þannig að ég legg mig ekki fram um að fylgjast sérstaklega með keppninni eftir þennan örlagaríka dag í mínu lífi, þetta er líka eini dagurinn og kvöldið sem ég man greinilega, eftir að Íslendingar fóru að taka þátt, eftir að við vinkonrnar höfðum huggað hvor aðra lá leið okkar í Þórskaffi þar sem við svo drekktum sorgum okkar fram á nótt. Crying
mbl.is Vonir og væntingar í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Veistu, ég er svo skrítin, mér finnst þetta svo skemmtileg keppni. Ekkert aðalatriði hver vinnur, það er bara svo gaman að sjá allar þessar þjóðir saman. Gera eitthvað skemmtilegt saman. Svo eru alltaf góð lög, eða fyndin lög eða svo léleg að það er fyndið... haha alltaf eitthvað skemmtilegt.  Ég hef einu sinni farið á svona fjölþjóðlegt mót þar sem margar þjóðir sýndu leikrit. Það er eitthvað sérstakt sem gerist á svona stað. Einhver samsuða, einhver galdur, galdur listarinnar sem hefur engin landamæri.

En við þurfum sko ekki öll að vera sammála, það er líka svo frábært

bestu kveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 31.3.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: hofy sig

Já þú segir nokkuð, kanski ég reyni að horfa næst, það er auðvitað viss stemming að sitja saman og bara hafa gaman af þessu, ég hugsa að ég reyni að fá unglingana mína til að horfa með mér " ég alla vega með öðru auganu" þá hef ég líka góða ástæðu til að kaupa fullt af súkkulaði og snakki, sem mér finnst nú ekki slæmt.

hofy sig, 31.3.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, súkkulaði sko, það er sko algjör nauðsyn með.

Ragnhildur Jónsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband